Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 178
174
MULAÞING
bæ við fjörðinn (Reyðarfjörð) til þess að svipast eftir verslunarskipinu
sem vitanlega var seglskip. En þegar þangað kom var Arnleif litla týnd,
einkadóttir1 hjónanna þar. Undir kvöldið daginn áður var móðir hennar
að búa um rúmið sitt. Maður hennar var ekki heima við né vinnufólkið.
Þá kom barnið til hennar og spurði hvort hún mætti fara niður fyrir
brekkuna og móðir hennar játti því. Stundarkorni síðar kallar hún á
barnið. Ekkert svar — dóttir hennar var horfin. Hennar var leitað alla
nóttina og daginn eftir en árangurslaust. Sumir héldu að huldufólk
hefði stolið barninu, aðrir að örn hefði hremmt það og þá ætlun studdi
það að í göngunum um haustið fannst spónn, er barnið haíði haldið á er
það fór frá móður sinni, uppi á kletti í fjallinu.
Sögunum ber saman. Gyða hlýtur að segja rétt frá í aðalatriðum, hún
kom það snemma á staðinn. Þó sá enginn örninn taka þarnið, svo það er
getgáta. Huldufólk látum við eins og það sé ekki til. Það er eins og
eitthvað hafi verið um örn á þessum slóðum á þeim tíma.
Það er fleira í frásögn Gyðu sem vekur athygli. Hún segir: ,,....
barnið .... spurði, hvort hún mætti fara niður fyrir brekkuna, og móðir
hennar játti því“.
Þarna er engin þrekka fyrr en uppi undir fjalli og er löng leið. Bærinn
stendur á sléttlendi, stuttan spöl frá sjó, en fyrir neðan bæinn eru háir
sævarbakkar. Sitt hvorum megin við bæinn eru gamlir, grónir lækjar-
farvegir og verða lægðir í bakkann þar sem lækurinn áður rann niður í
fjöruna. Þar voru í mína tíð fjárgötur niður í fjöruna og greiðfarið. Þarna
hefur orðið einhver ruglingur í máli, orðið brekka fyrir bakki. Annars
virðist danska konan hafa skilið málið til fulls. Fyrir neðan bakkann,
fram af bænum, var sandur og smágerð möl efst, en utar í fjörunni
stækkaði mölin og úti í flæðarmáli var grjót og klappir. Þarna er stöðug-
ur brimsúgur, jafnvel í kyrru veðri, því hafaldan mæðir á ströndinni.
Þarna var litla stúlkan búin að koma áður og leika sér með spæninum í
sandinum. Nú hélt hún á spæninum og datt þá í hug að fara niður fyrir
bakkann (Gyða: brekkuna) að leika sér. Hún bað móður sína leyfis og
hún játti því.
Vitanlega hefur móðirin ætlað að fara með barninu því þarna var
hættulegur staður, en hún þurfti einhverju að sinna inni í bæ áður,
hefur ef til vill tafist eitthvað. En bráð er barnslundin. Litla stúlkan
beið ekki móður sinnar og lagði af stað. Það var stutt að fara niður í
fjöruna og fljótfarið. Þegar þangað kom fór hún ekki í sandinn heldur
1 Hér sett einkadóttir í staðinn fyrir einkabarn samkvæmt neðanmálsathugasemd þýð-
anda. Sjá endurminningar G. T. bls. 65. (S. O. P.)