Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 190
186
MULAÞING
vegar Fagradals og hins vegar Vestdalsheiðar og Hálsa. Niðurstaðan er
byggð á skýrslu Hovdenaks: — Yfir Vestdalsheiði mætti aka 400 kg
hlassi á einum hesti, en yfir Fagradal um 700 kg hlassi. Lengd þessara
tveggja leiða er Fagradal að vísu í óhag, þar um 20 þús. faðmar frá
Reyðarfjarðarbotni að Lagarfljóti, en 11420 faðmar af Vestdalseyri í
Tókastaði.1 Þrátt fyrir lengdarmun á þessum leiðum hefur Fagradals-
leiðin vinninginn að dómi höfundar.2
Um annað atriðið segir höfundur:
,,Um strjálbyggðina, sem vanalega gerir vegalagningu hér á landi svo
kostnaðarsama, þarf ekki mörgum orðum hér að fara, því að kæmist á
hæfilegur akvegur að hagkvæmum stað við Lagarfljót mundi þegar
verða fenginn á það eimbátur, hæfilegur til að draga flutningsbáta fram
og aftur og yrði þá óvíða tilfinnanleg vegalengd heim að bæjum. Þver-
lína Héraðsins milli fjalls og fljóts mun óvíða vera fjögur þúsund faðmar
og hvergi yfir það. Enda mundu og þá verða farið að bæta vegina milli
bæjanna, ef einn aðalvegur væri kominn frá sjó upp í Héraðið.“
Þriðja atriðið sem höfundur tekur til meðferðar er peningaskortur-
inn, og fylgja þeim kafla talsverð dæmi sem nú mundu sennilega kallast
hagkvæmnisútreikningar. I stuttu máli sagt telur hann að með akfærum
kaupstaðarvegi megi spara hestahald stórum. Niðurstaðan verður, að
sparnaður í hrossahaldi mundi á einu ári fara langt með að nema áætl-
uðum kostnaði við gerð vegar yfir Fagradal.
I sambandi við þessa útreikninga ræðir höfundur um verslunarstað-
ina:
„Sumir kunna að hafa það á móti máli mínu að engin verslun sé á
innsveit Reyðarfjarðar og því þýðingarlaust að leggja veg yfir Fagradal,
og þegar Hovdenak var látinn skoða og mæla vegina hér á Austurlandi
er eins og þetta hafi vakað fyrir mönnum. En það er misskilningur.
Höfuðatriðið er, að aðalvegur frá sjó að Lagarfljóti verði lagður á þeim
stað sem er halla-, hættu- og kostnaðarminnstur, snjóléttastur og
óhættastur fyrir skemmdum. Allt þetta hefur Fagridalur fram yfir alla
aðra vegi sem til Héraðs liggja. Sýnist því engum vafa bundið að kjósa
þann veginn. Við þá verslunarstaði sem nú eru, Seyðisfjörð og Eski-
1 Frá Tókastöðum eru 4—5 km niður að íljóti, en þeirri vegalengd sleppir höfundur.
2 Prentvillur eru í greininni varðandi tölur, Fagradalsleið talin 20 faðmar, sem leiðrétt
síðar í blaðinu (nr. 10 sama ár) og breytt í 2000 faðma, sem ekki nær neinni átt að höf.
hafi átt við, heldur hefur bersýnilega fallið niður orðið eða styttingin þús. — átt að vera
20 þús. faðmar, enda reiknar hann áætlaðan kostnað við vegargerðina út frá þeirri tölu,
faðminn á kr. 1,90 og veginn alls á 38 þús. kr.