Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 192
188
MULAÞING
vegagerðum allgóð daglaun, og þeir fáu er vinna verkið verða oft hinir
einu er gagn hafa af vegalagningunni. Varning almenningsfjár til sumra
vegagerða líkist launahækkun sumra embættismanna, hún auðgar ein-
staka menn en bætir ekki úr þörfum almennings.
Og mörgum er að kenna um óreglu þá er á sér stað í tilliti til þess
hvernig fé er varið til vegagerða. Stundum tiltaka sýslunefndir hvar veg
skuli leggja eða lagfæra. Amtmaður leggur úrskurð á og sendir aftur
sýslumanni, hann útvegar menn til að vinna verkið og semur um borg-
un. Eru þá stundum þeir teknir er fyrst bjóðast, hvort sem þeir kunna
nokkuð að því verki eða ekki. Launin eru greidd hvernig sem verkið er
unnið. Náttúrlega er sýslumaðurinn enginn vegfræðingur og amtmaður-
inn of langt burtu, enda er hann ekki betri. Þetta sjá margir og líkar illa,
en þeir hafa því miður hvorki kjark né þekking til að kippa því í lag. Það
eldir enn eftir af gamla áþjánarandanum, að álíta allt gullvægt sem frá
yfirvöldunum kemur og telja sér óskylt að hafa hönd í bagga með, þó að
um almennt gagn sé að ræða. Það er ekki meining mín að ásaka sýslu-
menn eða gera lítið úr þeirra góða vilja, enginn tekur sig meiri mann en
hann er.
Nú er full þörf á að sameina kraftana og koma sem fljótast á góðum
akvegi frá sjó til Héraðs yfir Fagradal."
Greinin endar á uppörvun og áróðursorðum í þágu þessarar hug-
myndar.
Eg hygg að þessi grein varðveiti fyrstu hugmynd að Fagradalsbraut,
og það er að vísu eftirtektarvert að hugmyndin kemur fram þrem árum
eftir að Otto Wathne byggði fyrst síldarsöltunarhús og geymsluhús á
Bakkagerðiseyri. Það var 1883 að sögn Kari Shetelig Hovland í bókinni
um síldveiði Norðmanna við Island (Norske seilskuter pá Islandsfiske),
og ári eftir að fyrsta fólkið á hans vegum settist þar að (1885), Arne
Thorstensen, sjálfsagt norskur síldveiðimaður, og íslenskar mæðgur,
bústýra og vinnukona hjá Norsaranum. (Sóknarmannatal).
Grein Dalbúa vakti fljótlega andsvar í Austra, alllanga grein, vel sjö
dálka, í tveim blöðum (nr. 9 og 10). Höfundur notar stafina S. E. undir
greinina. Hann virðist Héraðsmaður og af Upphéraði. Gæti þar verið
Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum?
S. E. er í þann veginn að missa trúna á kaupstað við Lagarfljótsós, en
fylgjandi áætlun Hovdenaks um aðalkaupstaðarleið um Vestdalsheiði
og Hálsa.
Hann tekur eindregna afstöðu gegn Fagradalsleið og Reyðarfirði sem
aðalverslunarstað Héraðsbúa og finnur ýmislegt til foráttu, en viður-