Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 194
190
MÚLAÞING
fjölskylda á sama stað 1850 og áfram að viðbættum fleiri börnum þeirra
tijóna uppkomnum, m. a. Hendrik Henkel 28 ára 1851. I hreppsbók
kemur í ljós, að fyrst er lagt aukaútsvar á verslun og faktor 1849,
tilgreind Petræusar og Thomsens verslun með 80 fiska í útsvarið og
faktorinn St.b. með 5 fiska. Arið 1851 sest Jón Arnesen að á Vestdals-
eyri og líka beykir á hans vegum, Jakob Liljendal, alls 26 manns í
þessum tveim verslunarheimilum, fullorðnir og börn. Löngu áður var
verslun á Hánefsstaðaeyri, fyrsta verslun við Seyðisfjörð, og þá lærðu
rnenn fyrst að meta Seyðisfjörð sem hagkvæman verslunarstað fyrir
Hérað og reyndar miklu stærra svæði, Loðmundarfjörð, Borgarfjörð,
Mjóafjörð og ef til vill Norðfjörð. A. m. k. sjóleiðin var skárri frá Norð-
firði þangað en til Eskifjarðar.
Klyfjaflutningar yfir Fjarðarheiði voru víst enginn sældarkostur fyrir
um það bil 100 árum. Því til sönnunar er best að birta hér leiðarlýsingu
frá árinu 1887. Hún er í Austra sama ár bls. 59 og eftir einhvern G. S.
Þeir voru ekkert fyrir það að skrifa undir nafni, sem sendu elsta Austra
greinar til birtingar, en lýsingin er á þessa leið:
,,Það mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli
Seyðisfjarðar og Héraðs að það sé þjóðvegur, sem jafnmikil umferð er
yfir, óhætt er að fullyrða að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð
yfir fjallveg og þar. Þessu fylgir svo mikill ókostur að þess mun ekki
finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður
getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. Þar eru ófærar
forarkeldur og hvergi sést brú1, því þó þær hafi verið hlaðnar, þá eru þær
eyðilagðar af vatnsgangi. Niður í Stöfum er sumstaðar farið eftir klappa-
stöllum bröttum og sniðhallt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur
fullar með stórgrýti sem veltur ofan í þær á vorin í leysingum. Aðgjörð á
vegi þar nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera
búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir — en allt til einsk-
is.“
Og höfundur bætir við:
,,Það er óneitanlegt, að miklu auðveldara er að leggja góðan veg um
Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt
á móti því að það geti verið eins þægilegt eins og að sækja verslun á
Seyðisfjörð.
1 Upphlaðnar traðir yfir mýrar nefndust brýr.