Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 196
SIGURÐUR OSKAR PALSSON
Matsöfnunarfélag í Fljótsdal
Fyrir nokkrum árum var ég einhverju sinni að glugga í skjöl í handrita-
deild Landsbókasafns. Kom þá upp í hendurnar á mér plagg er bar hið
forvitnilega heiti: Samþykktir Matsöfnunarfélagsins í Fljótsdal. Þótti
mér fengur þessi betri en enginn og fékk með mér ljósrit af samþykkt-
unum.
Því miður er nú fátt vitað um félag þetta utan það sem í lögum þess
stendur. Lfndir samþykktirnar ritar fyrstur nafn sitt séra Vigfús Orms-
son á Valþjófsstað og er það álit fróðra manna, sem hér um hafa fjallað,
að hann hafi verið forgöngumaður þessa félagsskapar og verður það
vart vefengt.
I hinu mikla ritverki Hannesar Þorsteinssonar Ævir lœrðra manna,
sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni, segir m. a. svo um séra Vigfús
Ormsson:
,,Séra Vigfús mun hafa verið aðalfrumkvöðull að hinu svo nefnda
,,Matsöfnunarfélagi“ í Fljótsdal og ritar fyrstur undir samþykktir
þess.....“ Síðan rekur Hannes í fám orðum tilgang félagsins en segir
svo: „Líklega hefur félag þetta komist á stofn en eflaust átt sér skamm-
an aldur“.
I 9. hefti Múlaþings ritar séra Agúst Sigurðsson fróðlegan þátt um
séra Vigfús. Er höfundur hefur lýst búskaparumsvifum þessa mikla
búhöldar segir hann:
,,Enn skal þess getið, að hann hafði forgöngu um stofnun hins s. n.
Matsöfnunarfélags í Fljótsdal, sem starfaði um árabil til hjálpar og
heilla í hreppnum. Var tilgangur félagsins að koma í veg fyrir útmán-
aðasultinn og vorþreytu af völdum skorts í sókninni. Matsöfnunarfélag-
ið er þáttur í baráttu hans við fátækt og upplausn heimila; það er
samlag þeirra, sem máttu til bjargar hinum, er erfiðast áttu, forðabúr,
einstakt sinnar tegundar á þessum tímum. Orækt vitni um ábyrgðartil-
finningu síra Vigfúsar og úrræði í hreppstjórninni“.