Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 202
198
MULAÞING
innleysi þann hluta, er honum tilheyrði, eftir þeim prís sem þeir geta
við hann samið um, og skulu allir félagsins limir fúsir að leggja saman
hér til eftir forstjóranna fyrirsögn, því heldur sem réttur þeirra til láns
vex að því skapi sem þeir tilleggja mikið til innkaupsins á hlut þess
burtvíkjanda.
§3.
Teknu láni skal sérhvör aftur skila innan næstu Michaelismessu ei
verra né minna en tók, og skal það þá af safngeymurunum gefast bók-
haldaranum til kynna, hvör það innfærir á tilhlýðilegan stað í protokoll-
inn, en sá, er láninu aftur skilaði, taki afhendingarseðil sinn sundurrif-
inn af bókhaldaranum.
§4.
Sé nokkur af félagsins limum eður og einhvör sá, er hefur marga
sveitlæga ómaga fram að færa, í svo bágu ástandi að hann ei geti sam-
sumri betalað tekið lán, skulu forstjórarnir hlutast til við hina félagslim-
ina, að félagið annað hvört gefi honum upp skuldina og betali fyrir hann
eður umlíði hann lengur, ellegar við hreppstjórana, að félaginu verði af
sveitarinnar féhirslu fullnusta gjörð.
Valþjófsstað dag 2an júní 1800
V. Ormsson, B. Pétursson, Sigríður Hjörleifsdóttir, G. Pálsson klaust-
urh., Halldóra Pálsdóttir, G. Pálsson, félagsins fyrstu höfundar.
Þorsteinn Jónsson, Skúli Jónsson, Einar Rólantsson, Eiríkur Eiríksson,
Þorsteinn Jónsson, Jón Eiríksson, Jón Pálsson, Jón Bjarnason, síðar
viðbættir.
Eftirspjall
Með því að einhverjum kynni að þykja forvitnilegt að vita gerr en hér er
skráð hverjir það eru, sem rita undir samþykktir Matsöfnunarfélagsins
í Fljótsdal, skal gerð grein fyrir þeim í fám orðum, eftir því sem mér
eru heimildir tiltækar að sinni, án þess þó að þreyta lesandann mjög
með ættrakningum eða löngum upptalningum afkomenda þeirra. Er þá
manntalið 1801 nærtækast svo og ættfræðirit sr. Einars prófasts. Tölur
þær, er hér standa víða innan sviga, eru númer viðkomandi manna í
Ættum Austfirðinga.
Fyrstur skrifar undir samþykktirnar sr. Vigfús Ormsson á Valþjófs-