Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 203
MULAÞING
199
stað, hinn kunni búhöldur. Manntalsárið er hann fimmtugur að aldri.
Kona hans, Bergljót Þorsteinsdóttir (6397) er 40 ára. Sextán manns eru
alls í heimili á Yalþjófsstað þetta ár, þar af þrír vinnumenn og þrjár
vinnukonur.
B. Pétursson: Þetta getur enginn verið annar en Brynjólfur Pétursson
fjórðungslæknir á Brekku, 54 ára (886), titlaður „fierdings chirurgus" í
manntalinu. Kona hans er Guðrún Olafsdóttir 58 ára. A Brekku eru
fjórtán manns í heimili, þar af átta vinnuhjú, fjórar vinnukonur, fjórir
vinnumenn. Sæmilega liðað verður að teljast.
Sigríður Hjörleifsdóttir (6501) býr á Arnheiðarstöðum 61 árs, ekkja
sr. Páls Magnússonar prófasts á Valþjófsstað, fyrirrennara sr. Vigfús-
ar, og er systir Margrétar (6243) tengdamóður hans. (Númerið 6243
kemur fyrir tvisvar í röð í Ættum Austfirðinga. Það er einnig á Þórði á
Skjöldólfsstöðum, bróður þeirra systra). Á Arnheiðarstöðum eru tólf
manns í heimili, þar af sex vinnuhjú, þrjú af hvoru kyni og einn niður-
setningur, eins og það var kallað, „sveitens fattig“ stendur í manntal-
inu, 29 ára gömul stúlka að nafni Guðrún Magnúsdóttir.
G. Pálsson klausturh.: Guðmundur Pálsson (8640) klausturhaldari á
Skriðuklaustri 36 ára, titlaður „klostergods forpakter“ í manntalinu.
Hann var sonur sr. Páls (8639) Guðmundssonar prófasts á Kirkjubæ og í
Vallanesi. Sr. Páll hafði orðið „prófastur í Norður-Múlasýslu, gegn
mótmælum sínum“ árið 1770. „Valmenni og góðgerðasamur“. Kona
Guðmundar klausturhaldara er Una Guðmundsdóttir 50 ára, ekkja eftir
Hans Wium sýslumann og hafði verið síðari kona hans. Þarna eru tíu
manns í heimili. Hjónin eru barnlaus en hjá þeim er frændi klaustur-
haldarans, Eiríkur Pálsson 30 ára, ógiftur, og svo eru vinnuhjúin sjö að
tölu, fjórar vinnukonur, þrír vinnumenn.
Halldóra Pálsdóttir á Arnheiðarstöðum, ekkja 29 ára gömul, dóttir
Sigríðar húsfreyju sem fyrr er nefnd. Halldóra er ekkja eftir Pétur (889)
gullsmið Brynjólfsson fjórðungslæknis Péturssonar á Brekku. Þau Pét-
ur og Halldóra höfðu búið á Víðivöllum ytri í Fljótsdal en hann drukkn-
að í Berufirði 1798. Með Halldóru er á Arnheiðarstöðum einkasonur
þeirra hjóna, Páll 5 ára gamall. Fyrir honum átti að liggja að nema
guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og verða prestur á Fjóni. Fór
móðir hans þangað með honum.
G. Pálsson: Hér er ugglaust um að ræða Guttorm Pálsson, sem
manntalsárið er skráður á Arnheiðarstöðum 26 ára „attestatus", sonur
húsfreyju. Þegar hér er komið sögu á hann langt skólanám að baki,
heima og erlendis. Þetta sama ár verður hann rektor Reykjavíkurskóla,