Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 206
202
MÚLAÞING
þau hjón eitt barn, ársgamlan son er heitir Eiríkur. Hann varð síðar
bóndi í Hleinargarði í Eiðaþinghá. Til heimilis á Hrafnkelsstöðum eru
einnig Guðrún Einarsdóttir móðir bónda, ekkja 63 ára, albræður hans
tveir, Bárður og Ketill, um tvítugsaldur, hálfbróðir hans, Þorsteinn
(12704) 12 ára, síðar bóndi í Hamborg í Fljótsdal. Þá er þarna og föður-
systir Jóns Eiríkssonar, Margrét Bárðardóttir, 45 ára ekkja eftir Hjálm-
ar Gellisson bónda á Ormsstöðum í Skógum og víðar (2441).
I manntalinu er Þorsteinn hálfbróðir Jóns Eiríkssonar auðkenndur
þannig: ,,hans V2 broder“ og í hugann kemur limra eftir Þorstein Valdi-
marsson:
Nirfill
Hann orti, heillin hann Hálfur minn,
(hver er nú líkastur sínum gjöfum)
hálfa vísu eftir hálfbróður sinn —
og „'Abróðir14 letrað með tölustöfum,
til að spara pennann og pappírinn!
Ekki geta Ættir Austfirðinga þess með hvaða konu Eiríkur karlinn
Bárðarson átti launson þennan.
Jón Pálsson: Þetta er áreiðanlega Jón Pálsson (4994) gullsmiður á
Bessastöðum. Hann er fimmtugur að aldri árið 1801 að því er manntalið
greinir. Kona hans er Elísabet Pétursdóttir (7242) frá Bót (Hákonar-
staðaætt), skráð 41 árs. I Ætturn Austfirðinga er Elísabet talin fædd um
1762. Þessi hjón eiga tvö börn, Pétur 15 ára er síðar varð prestur að Asi
og Eiðum og Guðrúnu 7 ára sem í fyllingu tímans giftist Guðmundi
Sigmundssyni (2308) bónda í Geitdal er þar að auki var bæði silfursmið-
ur og hreppstjóri. Auk þess eru á heimilinu tveir vinnumenn og tvær
vinnukonur. Þau Jón og Elísabet höfðu fyrst búið á Þuríðarstöðum í
Fljótsdal en árið 1784 flytja þau að Bessastöðum og búa þar lengi.
Elísabet er látin fyrir 1816. Síðar kvænist Jón (fyrir 1820) Guðnýju
Stefánsdóttur frá Sandfelli og eru þeirra börn Páll og Guðrún. Síðast
bjó Jón á Sléttu í Reyðarfirði og dó árið 1839.
Guðrún yngri Jónsdóttir átti Bóas Arinbjörnsson (9240) bónda á
Stuðlum í Reyðarfirði og var hann fyrri maður hennar. Er frá þeim fjöldi
afkomenda og Bóasarnafn algengt í frændgarðinum. Yngsta barn þeirra
hjóna var Bóas (5006) bóndi á Stuðlum fæddur 1855 en um það bil deyr
faðir hans.
Hafi ég ekki lesið því vitlausara er Jón Pálsson á Bessastöðum hálf-