Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 207
MULAÞING
203
bróðir Sveins Pálssonar landlæknis. Páll Sveinsson prests í Goðdölum
Pálssonar, stúdent og silfursmiður, síðar bóndi á Steinsstöðum í Skaga-
firði, var einhverja hríð skrifari hjá Þorsteini sýslumanni Sigurðssyni á
Víðivöllum ytri og hljóp til milli bréfagerða að slá í þetta barn með
Guðrúnu Högnadóttur (4993) bónda í Hamborg í Fljótsdal Magnússonar
og var sektaður fyrir tiltækið. I Ættum Austfirðinga er Jón Pálsson
talinn fæddur 1753 eða 54. Sé það rétt er hann tveim til þrem árum
yngri en manntalið segir hann.
Jón Bjarnason hefur síðastur undirritað samþykktir Matsöfnunarfé-
lagsins. Enginn bænda í Fljótsdal ber þetta nafn árið 1801 en hjá Vig-
fúsi presti Ormssyni á Valþjófsstað er þá vinnumaður að nafni Jón
Bjarnason, ókvæntur. Má láta sér detta í hug að þetta sé hann enda
ekkert því til fyrirstöðu að búlausir menn gengju í félagið.
Skal nú sleginn botn í eftirspjall þetta.
Vera má að illa sé varið pappír, prentsvertu og tíma að færa hér til
bókar skrif upp úr prentuðum heimildum svo sem Ættum Austfirðinga
og manntalinu 1801. Aðgætandi er þó að manntalið er ekki í hvers
manns hillu þótt út hafi verið gefið. Ættirnar eiga að vísu margir en eru
nú illfáanlegar, viti ég rétt, og ýmsa vantar nafnaskrána, er þeim fylgir,
en hún er lykill sem ómissandi er hverjum þeim sem hafa vill þeirra full
not. Af þeim sökum eru númer manna sett inn hér að framan. Það
hvarflaði einfaldlega að þeim, er hér lemur ritvél af lítilli fimi, að ein-
hverjir lesendur Múlaþings kynnu að hafa gaman af að athuga hvort
þeir gætu ekki rakið ættir sínar til eins eða fleiri þeirra búhyggjumanna
er stofnuðu einstætt og merkilegt félag uppi í Fljótsdal árið 1800. Vonar
ritvélarhamrari að hann leiði engan á villustig ellegar í ógöngur með
tiltæki þessu.
HEIMILDIR auk þeirra tveggja er hér að framan greinir:
Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár.
Sr. Ágúst Sigurðsson: Síra Vigfús Ormsson, Múlaþing 9. hefti.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Islenskir náttúrufræðingar 1600-1900.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi 3. bindi.