Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 208
Kringskefjur
Einatt fellur sitt hvað til af ýmsu smálegu
efni sem fullt erindi á í Múlaþing. Hefur
okkur því dottið í hug að efna til syrpu í
ritinu og beri hún heiti það er hér að ofan
stendur. Er svo ætlunin að tína í syrpu
þessa ýmislegt efni sem ekki er svo viða-
mikið að úr verði gerðir fullkomnir þættir.
Viljum við gjarna biðja góðfúsa lesara að
senda okkur vísur, skrýtlur, stuttar frá-
sagnir og fróðleik ýmsan sem átt gæti
heima í Kringskefjum okkar. — S. O. P.
PÁLL ÓLAFSSON
OG ,,GLEIÐAMÁTIN“
I þættinum um Hallfreðarstaði í 6. hefti
Múlaþings er m. a. tilfærð þessi vísa:
Þetta rutl og fum og fát
og ferðalög um pallinn,
það eru gömul gleiðamát,
sem Guð hefur sett á kallinn.
Síðan segir í þættinum: „Vísan er eign-
uð Páli, en tilefnið líklega öllum gleymt“.
Nú hef ég frétt tildrög þessarar vísu og
fengið á því staðfestingu að hún er réttilega
eignuð Páli Olafssyni, en kveðin er hún í
Loðmundarfirði á árum Páls þar.
Svo bar til að þeir voru saman á fundi í
Stakkahlíð, líklega sveitarstjórnarfundi,
Páll og Jón Þorleifsson, er um hríð bjó á
Brimnesi í Seyðisílrði og síðan á Ulfsstöð-
um í Loðmundarfirði frá 1880-1902. Urðu
þar með þeim deilur um eitthvert málefni.
Páll lá aftur á bak uppi í rúmi í baðstofunni
en Jón stikaði um gólfið og hafði Pál mjög
undir í þessum orðaskiptum uns hann fékk
skotið fyrir sig þessari vísu og sló með
henni Jón út af laginu.
Heimildarmaður minn var í æsku ná-
kunnur Ragnhildi Stefánsdóttur á Gilsá í
Breiðdal, en hún var dóttir Stefáns Gunn-
arssonar er lengi bjó í Stakkahlíð. Segir
hann Ragnhildi oft hafa haft vísu þessa yfir
og greint frá tildrögum hennar. Heimildar-
maður var einnig nákunnur Þorleifi Jóns-
syni á Gilsárvöllum í Borgarfirði, sonarsyni
Jóns þess er þarna deildi við Pál, og hafði
Þorleifur staðfest að þessi væru tildrög vís-
unnar.
Einn mann kvaðst heimildarmaður minn
hafa heyrt segja að fyrsta ljóðlína vísunnar
væri svona:
Uff og tuffogfum ogfát
og heföi sá talið Pál víkja þarna að munn-
kæk Jóns. Hvað sem um þetta má segja er
hitt víst að fleyg hefur vísan orðið eins og
hún er prentuð hér að framan.
Hvað eru annars „gleiðamát“?
Allt frá því ég heyrði fyrst vísu þessa hafði
ég hugsað mér að gleiðamátin, sem Páll
Olafsson talar þar um, væru eitthvað við-
komandi smíðum; datt helst í hug ein-
hverskonar hjálpartæki til að halda réttri