Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 209
MÚLAÞING
205
lögun á smíðisgripum, sem ég hafði að vísu
engar gáfur til að láta mér detta í hug
hverjir heíðu getað verið. Hugsaði ég mér
Pál eiga við að Guð hefði komið tólum
þessum fyrir milli fótanna á karlinum og
ætti hann því ekki annarra kosta völ en
stjákla fram og aftur um baðstofupallinn og
gæti ekki sest niður. Hugmynd þessi sett-
ist svo hastarlega að í kollinum á mér að
mér hugkvæmdist ekki fyrr en seint og um
síðir að kíkja í orðabækur en þar fékk þetta
hugarfóstur mitt heldur en ekki hraklega
útreið.
I Orðabók Menningarsjóðs er orðið
gleiðamát ekki tii heldur gleiðarmát og
skýrt svo: 1 skakkamát, háðulegt mát í
gömlu íslenzku manntafli. 2 gleidd, ofsa-
kœti. Þá var að leita til Sigfúsar Blöndals
og sjá hvaða skýringar hann heíði á tak-
teinum. Þar er hið sama uppi á teningnum
viðvíkjandi orðmyndinni, hún er gleiðar-
mát og skýringarnar hinar sömu og í Orða-
bók Menningarsjóðs. Hin fyrri er tekin úr
riti þeirra Jóns Arnasonar og Ólafs Davíðs-
sonar Islenzkar gátur, skemtanir, vikivak-
ar og þulur, sem Hið íslenzka bókmenta-
félag gaf út í Kaupmannahöfn 1888—92.
Sökum þess að skýringin á gleiðarmátinu
er fyllri í riti þeirra Jóns og Ólafs, heldur
en í Orðabók Sigfúsar Blöndals, tek ég
hana hér upp orðrétta:
„Gleiðarmát kvað stundum vera kallað
gleidarmát en flenniskuð öðru nafni. J. Ól.
nefnir „skakka gleiðarmát“. Jón Þorkels-
son hefir skilið þetta svo, að skakka mát
væri annað nafn á gleiðarmáti, og er það
mjög sennilegt, því það væri skrítið ef
J. Ól. nefndi skakka gleiðarmát, en mint-
ist ekki á gleiðarmátið sjálft. Nafnið gleið-
armát þekkist um alt land. Vísa þessi hefir
verið ort á Suðurlandi fyrir skömmu:
Að öllum leikum eg hef gát,
ekki er um það að tala;
eg gjöri þig bara gleiðarmát,
gáðu nú að þér Vala.
Gleiðarmát er, þegar kóngurinn, sem
mátaður er, stendur á einhverjum horn-
reitnum, drottníng hins á hornreitnum,
sem er í skakkhorn við kóngshornreitinn,
en tveir hrókar sinn á hvorum af hinum
hornreitunum. Allir þessir menn eiga að
skáka kónginum í einu. Biskup má hafa í
staðinn fyrir drottníngu, ef ekki er annars
kostur. (Dæmi: Svartur kóngur á al, hvít
drottníng á h8, hvítir hrókar á a8 og hl). I
Spilabókinni segir, að það verði að færa
drottnínguna og hrókana þannig að kóng-
inum, að hann sé skák og mát í hverjum
leik.”
Tekið skal fram, að hér er sleppt neðan-
málsathugasemdum sem fylgja skýringu
þessari á gleiðarmátinu.
Næst leitaði ég til Orðabókar Háskólans.
Þar er komið inn í seðlasafn orðið gleiða-
mát og tekið úr 6. hefti Múlaþings, er áður
getur, og tilfærð vísa Páls. Er þetta eina
dæmið um þá orðmynd í seðlasafninu, en
um hina orðmyndina, gleiðarmát, eru
þar allmörg dæmi. Þykir mér líklegt, að
r-hljóðið hafi fallið niður í framburði er vís-
an gekk manna á meðal, en prentaða hygg
ég hana ekki hafa verið fyrr en í umgetnu
Múlaþingshefti.
En hverskonar gleiðarmát á Páll við í
vísunni? A hann við gleidd í merkingunni
ofsakæti og er hann þar með að gefa í skyn
ánægju Jóns með sinn hlut í undanfarandi
orðaskiptum?
Mér er kunnugt um að Páll var skák-
maður góður. Það hef ég eftir föður mín-
um, Páli Sveinssyni, en hann mundi vel
Pál Ólafsson frá þeim árum, er þeir bjuggu
samtýnis á Nesbæjunum í Loðmundar-
firði, laust fyrir síðustu aldamót, hann og
afi minn, Sveinn Bjarnason. Af þeim sök-
um gat honum verið nærtæk samlíking af
taflborðinu. En þá má spyrja: Hvers vegna
hefur Páll gleiðamát í fleirtölu? Hann talar
um „gömul gleiðamát“. Ég hef alltaf talið
að orðið mát í skák væri eingöngu notað í