Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 22

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 22
Múlaþing var með honum í þessari efnisleit og tók hann frá það efni sem honum leist best á, sem var þó nokkuð. Ekki kann ég að segja frá hvemig hann greiddi fyrir efnið en allt var það með vitund hreppstjórans. Lengi vel var til á Þórarinsstöðum efni úr Sterling. Var það til ýmissa nota bæði í útihús og til viðgerða. Heima vom til fjögur lítil náttborð sem smíðuð vom úr viðnum úr Sterling. Efni í þessum borðum var mest teak (valeik). Mahognibútar voru líka notaðir, þótt smáir væru, eftir að myndskurðarmaðurinn hafði fengið sitt af þeim. Vom búin til leikföng úr bútunum svo sem fuglar, húsdýr og menn. Allt var þetta kærkomið stáss fyrir blessuð börnin og reyndar íleiri þegar vel tókst til með smíðina. Fyrsta uppboðið Fyrsta uppboð á sjóreknum vömm úr Sterling var haldið af hreppstjóra Seyðisfjarðarhrepps 18. maí 1922. Þess skal getið að það sem hreppstjórinn seldi var nær einungis mjölvara, mest hveiti sem alls ekki mátti draga að selja. Gerðu menn góð kaup á uppboði þessu, t.d. fór hveitipokinn á þrjár til fímm krónur, 50 kg, en úr honum fékkst 35-40 kg af óskemmdu hveiti. Það hafði myndast fremur þunn skán næst pokanum en þegar inn úr kom var mjölvaran óskemmd. Svo var einnig um rúgmjölið en það rak miklu minna af því. Önnur vara man ég eftir að seld var af fóstra mínum en það var handsápa. Af henni rak allmikið og var hún í trékössum. Þessi sápa var lengi til heima því allmikið var af henni keypt. Hún reyndist fremur ódrjúg því svo lengi hafði hún legið í sjó að hún var byrjuð að renna nokkuð eða linast yfirborð hennar. Kaupendur voru 6 á uppboðinu sem haldið var aðeins sunnanfjarðar í landi hreppstjóra, Þórarinsstöðum, en þar var mjölvaran og sápan borin saman á smá- númer. Ekki var nú upphæðin há sem vörur seldust fyrir þennan dag. Söluverðið var alls 68 krónur og 26 aurar. Eg var viðstaddur uppboð þetta og þekkti alla viðstadda. Á seinni uppboð- unum sem haldin voru í kaupstaðnum, af bæjarfógeta, varð spenningurinn meiri en margir gerðu þar einnig góð kaup. Sagt frá björgunarsamningum og störfum Á lausum miða sem fylgir strand- gögnum bæjarfógeta er dagsetning sem rituð er með ritblýi, eins og allur miðinn. Er helst að sjá að talan 13 eða 17 hafi verið rituð ofan í töluna 15. En hvað um það þá er áritunin þessi: „13. maí” [eða 17.]. Síðan bókað var síðast [ekki sést hvenær sú bókun var gerð] hefur ekki verið hægt að bjarga neinu frá Sterling vegna brims. 11. þ.m. þá var gerður af Thostrup, í viðurvist lögreglustjóra, björgunarsamningur við Jóh. Hanson [svo] hér á Seyðisfírði og eru þeir þingl. nr. 7 og nr. 8 svohlj...,, Samkvæmt þessum björgunarsamningi hefur Jóh. Hansson þessa dagana reynt björgun. Þótt erfitt væri hefur hann bjargað talsverðu og því góssi, sem hann hefur bjargað, hefur verið haldið sér til geymslu hjá Fr. Wathne og Jóh. Hanssyni sjálfúm. Þessi miði segir nokkuð um gang björgunarstarfsins þó ekki sé glögg dag- setning hans. Trúlegt er að rétta talan sé 13. maí. Þann dag bókfærir bæjarfógeti báða samningana nr. 7 og 8 sem gerðir voru um björgun úr Sterling og undirritaðir 11. maí af þeim Th. Thostmp og Jóhanni Hanssyni. Því virðist rétt að Vilhjálmur Ámason hafi séð um björgun á strandgóssi ffam til þess 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.