Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 109

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 109
Austurland ég þrái þig baráttumönnum getur sett efasemdir svo þeir spyrji: Hvar er þá nokkuð sem vinnst? I 27. tbl. Ingólfs er prentað langt kvæði eftir Lárus Sigurjónsson, 20 erindi. Þar ber hann kvíðboga í brjósti og svellur mjög móður: Nú er varla vært í landi, vígin byggð á lausasandi. Fer um sveitir ólánsandi, eiturtönnum gnagar rót, - vítin ber að varast ljót. Illt er að trúa örgum þrælum, illkvikinda fagurmælum, frelsið undir ijandmanns hælum ferðast opnum dauða mót. Vera má, að höfundinum hafi, að máli athuguðu síðar, þótt kvæði þetta nokkuð stóryrt eða þóst finna á því aðra galla því ekki ljær hann því rúm í safni Ijóða sinna. Fleira yrkir Lárus Sigurjónsson á þessum árum í Ingólf og síðar, 1906, í ritið Sumargjöf er þeir Bjami frá Vogi og Einar Gunnarsson stýrðu. Vart fer hjá að kveðskapur þessa unga manns og eldmóður sá, er þar birtist, hefur vakið athygli lesendanna. En Láms gerir fleira en stunda nám sitt og yrkja. Árið 1905 er hafín útgáfa bamablaðsins (Jnga Islands. Utgefendurnir nefndu sig Bamavinina. Síðar eignaðist Rauðikross Islands þetta blað og gaf það út um áratuga skeið. Láms Sigurjónsson var fyrsti ritstjóri þessa blaðs, en aðeins í eitt ár. Það var að líkum, að maður sem las undir kandídatspróf í guðfræði hefði ekki tíma aflögu til að gegna ritstjórastörfúm. Að ætlan sinni siglir Lárus til Danmerkur haustið 1906, en hvort honum var þá jafn alhugað að búa sig undir kennslustörf á Islandi, og verið hafði um vorið, skal ósagt látið og engum getum að leitt. Straumhvörf hafa orðið í lífí hans, og það er dapur ungur maður, sem kveður vini sína á Austurlandi þetta haust. Hvað hafði gerst? Ekkert sem hægt er að sanna með vottfestum vitnisburðum eða svardögum. Hitt var fullvissa vina Lámsar og margra annarra, er gerst máttu þekkja til, að hann var sleginn harmi. Ástargyðjan hafði snortið hann sprota sínum og hann var leynilega heitbundinn ungri embættis- mannsdóttur hér eystra. Hitt vissu vinir hans einnig, og fleiri, að foreldrar stúlk- unnar vom því mjög andvígir að þessi ráðahagur tækist, einkum móðirin, þessum fátæka námsmanni úr stétt smábænda, húsmennskufólks og leiguliða þótti ekki hæfa kvenkostur af stofnum þar sem embættismenn skiptust á við góðbændur að rækta laukagarð ættanna í skjóli geistlegrar virðingar og góðs efnahags. Lyktir ævin- týrsins hafa endanlega ráðist og dómar farið út sumarið 1906. Sigli’ eg um sæinn og sé á dröfn; líður á daginn - langt er í höfn. Saltborinn andvarinn úthafí frá ekki fær kælt mína brennandi þrá. En dimmt er á djúpinu kalda. Þetta ljóð heitir „Sigling” og er ort 1906. Hér kveður við annan tón en fyrr. Gleðin og birtan frá liðnu vori er horfín. Höfundinum er heitt um hjartarætur, þungt fyrir brjósti. Og Lárus Sigurjónsson kemur ekki heim að ári, hann hverfur til Vesturheims og leit ekki ættland sitt augum á ný fyrr en 1930 er hann kom á Alþingishátíðina. Var þetta eitthvert síðasta ljóðið, sem hann orti að sinni? Sú spurning leitar ó- neitanlega á hugann. I ljóðmælum hans eru prentuð nær 140 kvæði og stökur, af þeim 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.