Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Síða 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Síða 110
Múlaþing Lárus Sigurjónsson eins og hann birtist lesendum bókarinnar Aldrei gleymist Austurland. setur hann ártal við nær 80. Athygli hlýtur að vekja að ekki eitt einasta þeirra er ársett á tímabilinu 1907-1915, aðeins eitt 1916, og megi dæma eftir ártölunum tekur hann ekki að yrkja á nýjan leik að marki fyrr en 1920. Það er allrar athygli vert að Lárus hefur ljóðagerð á ný, að því er best verður greint, í þann mund er hann gengur í hjónaband, er síðar verður vikið að. Af dæmum þessum verður dregin sú ályktun að ástin hafí verið Lárusi Sigurjónssyni mikill aflgjafi til ljóðagerðar. Yngri ljóð Lárusar bera annan svip en hin eldri. Hann hefur þróað með sér nýjan stíl. Hin létta kveðandi er horfín, djúp al- vara ríkir öllu ofar. Stundum minnir hann á berserk, er ræðst til atlögu við bergstál að kaldhamra myndsmíð, ellegar garðlags- mann, sem lítur ekki við smágrýtinu heldur fellir saman lítt meðfærileg björg í hleðsluna. En að verki loknu stendur smíðin gneip og tigin en ekki ávallt árennileg. En hvernig sem hann velur sér hætti og kveðandi fölskvast aldrei ást hans á Islandi, íslenskri menningu, íslenskri tungu. Lárus Sigurjónsson dvaldist áratugum saman í Vesturheimi, íyrst í Kanada en síðar í Bandaríkjunum og vann framan af við almenn störf að því er heimildir greina. Arið 1920 gekk hann í hjónaband, kvæntist bandarískri söngkonu, Mabel N. Eyers, dóttur Howard's Eyers prófessors í Cincinnati í Ohio, og ráku þau söngskóla í Chicago með stórum hópi starfsmanna frá 1924-1939, en sjálfur nam Lárus framburð og raddbeitingu við tónlistarskóla þar í borg á árunum 1926-1928. Lárus kom heim til Islands árið 1943 og dvaldist hér um hríð, en kona hans var þá bundin við störf í Bandaríkjunum. Ljóða- bók hans, Stefjamál, kom út í Reykjavík 1946. Hann hvarf aftur vestur um haf, en þó ekki til langrar dvalar og laust eftir 1950 fluttust þau hjón til Islands, alkomin og dvöldust í Reykjavík til dauðadags. Lárus andaðist 9. mars 1967, á nítugasta og þriðja aldursári en kona hans lést 18. júní 1987, skömrnu eftir 100 ára afmæli sitt og ber í íslenskum skrám nafnið Mabel Theódóra Hávarðardóttir. Þegar Lárus var hartnær níræður kom út eftir hann önnur ljóðabók, Eimunamál, undirtitill Alþingi Islendinga. Bókin er helguð 1000 ára afmæli Alþingis. Megin- efni hennar er hátíðarljóð, söngleikur í þremur þáttum og ber nafnið „Alþingi 930- 1930”. Auk þess eru í bókinni þrjú kvæði og höfðu tvö þeirra áður birst í Stefjamálum. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.