Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 170

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 170
Múlaþing tölvubúnaður, sem þyrfti til að tölvuskrá bókasafnið, yrði færður á bókasafnið var tekin út af dagskrá eftir nokkrar umræður. Formaður stjómarinnar lýsti sig alfarið andvígan tillögunni. Þá varð mikil umræða um að bókasafnið reyndi að sérhæfa sig í að safna vesturíslensku prenti. Bókasafninu barst höfðingleg gjöf á árinu þegar Björg Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Jónssonar ráðunautar frá Freyshólum á Völlum og Jón Jakobsson dóttursonur Ólafs, sonur Hólmfriðar Ólafsdóttur, afhentu Héraðsskjalasafninu og Menntaskólanum á Egilsstöðum bókasafn Ólafs að gjöf. I þessu safni var margt góðra bóka og gjöfin því ómetanleg auk þess sem hún sýnir góðan hug gefenda til Austurlands. Skólaskrifstofa Austurlands hefur haft forgöngu í því að hefja samskráningu bókasafna á Austurlandi. Um er að ræða tölvuskráningu bókanna og er boðið upp á aðgang að grunni hjá Borgarbókasafninu í Reykjavik með notkun á skráningarkerfi sem heitir Fengur. Stofnkostnaður er nokkur en því minni sem fleiri aðilar gerast þátttakendur. Leitað var til Hástoðar, Nýsköpunarsjóðs námsmanna hjá Háskóla íslands, um styrk og var veittur styrkur upp á kr. 150.000,- til verkefnisins. Svava Guðjónsdóttir, nemi í bókasafnsfræði, vann við skráningu bóka á Héraðsskjalasafninu í 6 vikur í júlí og ágúst 1997. Við samtengingu bókasafnanna mun aukast geta Héraðsskjalasafnsins til að veita þjónustu í gegnum tölvu sem víðast á Austurlandi. Samstarf við Þjóðskjalasafn. Tveir starfsmenn Þjóðskjalasafnsins komu á s.l. hausti og voru hér í tvo daga til að veita ráðgjöf varðandi tölvumál og flokkun og frágang skjala. Guðgeir Ingvarsson fór síðan til Reykjavíkur og var í tvo daga á Þjóðskjalasafninu og aflaði sér þar þekkingar varðandi tölvuskráningu. Starfsemi Safnahússins. Gott samstarf hefur verið ámilli stofnanna Safnahússins. Héraðsskjalasafnið, í félagi við Minjasafn, Bókasafn og Safnastofnun, keyptu saman ljósritunarvél. Þá er samstarf um rekstur hússins og hefur Steinunn Kristjánsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins séð um uppgjör fyrir ræstingu og hita og rafmagn. Gert var samkomulag við Egilsstaðabæ um hirðingu á lóð hússins og verður það unnið af garðyrkjudeild Egilsstaðabæjar gegn greiðslu. Markmið Skjalasafnsins. Eg tel æskilegt að mótuð verði stefna fyrir þá starfsemi sem rétt þykir og eðlilegt að fari fram á vegum Héraðsskjalasafnsins. Það er ljóst að setja verður skorður við því sem safnað er og ekki síður þeirri þjónustu sem safnið getur veitt. Hvað varðar varðveislu skjala þá er því markaður nokkur rammi í lögum um Héraðsskjalasöfn, en hvað varðar söfnun og varðveislu einkasafna, sem ekki fellur undir skilgreiningu laganna, þá vantar frekari stefnumótun. Þetta lítur síðan að varðveislu á hljóðsnældum, myndböndum og efni á tölvudisklingum. Það er ljóst að með breyttri tækni þá munu gögn í vaxandi mæli berast í slíku formi. Við því verður að bregðast. Eg hefi oft lýst áhuga mínum á því að afla til Héraðsskjalasafnsins heimilda sem varðveittar eru í öðrum söfnum. Þetta er mun torveldara en ég hafði gert mér von um vegna kostnaðar en ekki síður vegna þess að ekki virðist vera til staðar neinn vilji hjá þeim sem ferðinni ráða í safnamálum að gera slíka heimildaöflun auðvelda. Það er til staðar öll sú tækni sem til þarf þannig að þetta verði auðvelt. Svo nefnt sé dæmi þá hefur það reynst mér og forverum mínum ókleift að fá filmur í lesvél af nokkrum kirkjubókum af Austurlandi sem vantar hér á Héraðsskjalasafnið. Ljósmyndasafn Austurlands er stórmerkilegt og það er von mín að fyrir því sé skilningur að veita fjármunum til að það komist í það horf að það verði aðgengilegt öllum almenningi. Nokkrir aðilar á 168
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.