Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 60

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 60
Mikhail Iosifovitsj Weller En svo féll allt í geigvænlega ljúfa löð með undraverðum hraða. Hringt var vestur um haf í Dali sem tók málaleitan Khatsjatúríans um að finna hann af stakri ljúfmennsku, kvaðst vera aðdáandi þessa mikla tón- skálds og teldi sér það hina mestu upphefð að mega bjóða honum til síns látlausa spænska bústaðar, ekkert mál. í tilefni af slíkum happadrætti tjáði hann sig nú fúsan til að láta allt annað sitja á hakanum enda væri hann, gömul listamannsdruslan, ekki við neitt bundinn og engum til gagns; hann skyldi bara halda rakleiðis út á flugvöll og upp í næstu vél. - Á morgun kannski? Um tvöleytið, ha? Það yrði honum, marklausum klessuspreðara, ómæld gleði til æviloka ef það hugnaðist hinu gáfum prýdda tónskáldi Khatsjatúrían og ef hann, Dali, mætti gera þessum sól- kóngi tónlistarinnar eitthvað til þóknunar. Nötrandi af hjartslætti skilaði umboðsmaður Khatsjatúríans þessu heimboði til tónskáldsins og lét í það skína með spánskri háttvísi að nú hefði frami Khatsjatúríans tekið stökkið til stjarnanna úr því að sjálfur Dali gerði sér svona títt um hann; Dali ætti það nefnilega til að biðja merkustu þjóðhöfðingja að snauta á ónefndan stað ef sá var á honum gállinn til að auglýsa sig með einu hneykslinu enn. Daginn eftir aka Khatsjatúrían, umboðsmaður hans, ritari og túlkur í límúsínu af ráðherragráðu upp að hvítri höll Dalis, sem var byggð í márískum stíl með turnum, spírum, stöllóttri brjóstvörn og blaktandi veifum. Dyravörður og lífvörður, báðir í skínandi einkennisbúningum, hrinda hliðinu upp á gátt og tilkynna að húsráðandi bíði og æski þess að fundur þeirra verði sem óformlegastur, heimilislega notalegur ef svo mætti segja. Þess vegna þurfi ekki túlk því að monsinjor Dali eigi rúss- neska konu, og bíls sé heldur ekki lengur þörf því að monsinjor Dali ætli að láta sinn eigin bíl aka gestinum heim. Hver ykkar er sinjór Khatsjat- úrían? Gjörið svo vel og gangið inn, sinjor. Nei, nei, fleirum var ekki ætl- aður aðgangur. Hinir yppa öxlum og láta sér hvergi bregða, þarna er Dali lifandi kom- inn. Þeir kveðja Khatsjatúrían með handabandi og óska honum góðrar skemmtunar, biðja að heilsa húsráðanda og halda leiðar sinnar. En Khatsjatúrían er leiddur til hallar eftir marmarastíg. Úti á tröppun- um stendur mannvera sem gæti verið siðameistari konungs og hneigir sig djúpt, og nú fer tónsmiðurinn að efast um að hann sé viðeigandi bú- inn, hann hefði ef til vill heldur átt að velja smóking... en hann hafði engin skilaboð fengið þess efnis. Nú var hábjartur dagur og fundurinn átti að vera óformlegur... nú og svo var hann sjálfur engin ómerkingur heldur, svo hvað? Siðameistari býður honum inn í glæsilegan speglasal skreyttan hvítu 58 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.