Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 66

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 66
Isaac Bashevis Singer Hversvegna? Af því að Naftalí var ákafur í að læra að lesa. Hann hafði séð eldri drengi lesa sögubækur, og hafði öfundað þá. Hvílík hamingja var það ekki að geta lesið sögu í bók! Sex ára að aldri var Naftalí þegar fær um að lesa bók á jiddísku, og upp frá því las hann allar sögubækur sem hann komst yfir. Tvisvar á ári kom bóksali að nafni Reb Zebulun til Janów, og meðal annarra bóka í pokan- um sem hann bar á öxlinni voru nokkrar sögubækur. Naftalí fékk aðeins tvær groskur á viku í vasapeninga frá föður sínum; hann lagði fyrir til að geta keypt nokkrar sögubækur í hvert sinn. Hann las líka sögurnar í Fimmbókariti móður sinnar á jiddísku, og bækur hennar um góða siði. Þegar Naftalí stálpaðist tók faðir hans að kenna honum að fara með hesta. í þá daga var það venjan að sonurinn tæki við ævistarfi föður síns. Naftalí þótti vænt um hestana, en langaði ekki til að gerast vagnekill og fara með farþega frá Janów til Lúblín og frá Lúblín til Janów. Hann vildi verða bóksali með fullan poka af sögubókum. Móðir hans sagði við hann: „Hvað er svona eftirsóknarvcrt við það að vera bóksali? Þú verður boginn í baki af því að bera pokann daginn út og inn, og fæturnir bólgna af allri göngunni." Naftalí vissi að móðir hans hafði rétt fyrir sér og hugleiddi oft hvað hann ætti að gera þegar hann yrði fullorðinn. Allt í einu fékk hann hug- mynd sem honum virtist bæði hyggileg og einföld. Hann fengi sér hest og vagn, og í stað þess að bera bækurnar á bakinu, mundi hann hafa þær í vagninum. Faðir hans sagði: „Bóksali þénar ekki nægilega mikið til að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni, og hesti þar að auki.“ „Það verður nóg fyrir mig.“ Eitt sinn þegar Reb Zebulun kom til bæjarins, spjallaði Naftalí við hann. Hann spurði hvaðan hann fengi sögubækurnar og hver skrifaði þær. Bóksalinn sagði honum að í Lúblín væri prentari sem prentaði þessar bækur, og í Varsjá og Vilna væru rithöfundar sem skrifuðu þær. Reb Zebulun sagðist geta selt mun fleiri sögubækur, en hefði ekki þann styrk sem þyrfti til að ganga um öll þorpin og bæina, og það borgaði sig ekki að gera það. Reb Zebulun sagði: „Ég kem kannski til bæjar þar sem aðeins eru tvö eða þrjú börn sem vilja lesa sögubækur. Það borgar sig ekki fyrir mig að ganga þangað fyrir nokkrar groskur sem ég gæti fengið, og það borgar sig heldur ekki að leigja vagn og halda hest.“ „Hvað gera börnin án sögubókanna?" spurði Naftalí. Og Reb Zebulun svaraði: „Þau verða að láta sér þetta lynda. Sögubækur eru ekki brauð. Maður getur lifað án þeirra." 64 á JSœý/íiid - TÍMARIT ÞÝÐENOA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.