Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 99

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 99
Reimleikar i Warrensvík una á koju Casselmans og hristi hann. „Casselman. Casselman, vakn- aðu!“ hvíslaði hann. „Heyrðirðu ekki lætin?“„Læti? Um hvað ertu að tala? Ég heyrði ekki neitt.“ Bókhaldarinn þagði. Allir á loftinu sváfu. Það var ótrúlegt að enginn nema hann skyldi heyra þessi skelfilegu óhljóð. Vólstjórinn sneri sér á hina hliðina. „Farðu í rúmið,“ muldraði hann og bældi sig niður. Gísli, Leifi og Bjössi höfðu heyrt lætin. Þeir heyrðu bókhaldarann loka dyrunum og fara í rúmið. Síðan varð allt hljótt. Hálftími leið. Enn byrjaði hávaðinn og nú meiri en nokkru sinni fyrr. Pönnurnar í kælinum, korkarnir í einu horninu, ofnplöturnar í hinu og drunurnar á þakinu. Draugurinn virtist vera á öllum stöðum í einu. John stökk fram úr rúminu, fálmaði eftir eldspýtunum og kveikti skjálfhentur á lampa sem stóð á borði rétt hjá. Hávaðinn var ærandi. Með lampann í annarri hondi opnaði hann dyrnar og flýtti sér að rúmi Casselmans. Hávaðinn hætti. Dauðaþögn ríkti. „Casselman! Vaknaðu, maður.“ John hristi hann. „Vaknaðu!" Casselman hreyfði sig, ljósið skar hann í augun. „Hvað nú?“ hreytti hann út úr sér ergilegur. „Skrölt og barsmíðar. Heyrðirðu það ekki?“ spurði bókhaldarinn hneykslaður. Casselman reis upp við dogg og einblíndi á bókhaldarann sem var ná- fölur í framan. „Hvað í fjandanum hefur hlaupið í þig maður? Hvaða bannsett skrölt og barsmíðar ertu að tala um? Ég heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Heyrðirðu okki í pönnunum og ofnplötunum — og ekki heldur hávað- ann á þakinu eða hvernig korkarnir þoyttust fram og aftur?“ stamaði bókhaldarinn. Casselman fussaði hæðnislega. „Þig hlýtur að hafa verið að dreyma, John. Pönnur og korkar, hamingjan góða. Þú hefur fengið martröð út af líkinu í kælinum. Farðu nú aftur í rúmið. Draugar eru ekki til. Þú sagð- ir það sjálfur. Manstu ekki?“ Bókhaldarinn var ráðvilltur og vissi ekki hverju hann átti að trúa. Hvernig gat staðið á því að enginn á svefnloftinu hafði heyrt hávaðann? Skelfilegur gauragangur hélt áfram af og til alla nóttina en undir morgun hætti hann. Bókhaldarinn kom ekki aftur út úr herberginu. Hann sat á rúmstokkn- um alla nóttina og hlustaði á þessa skelfilegu reimleika sem voru hon- um einum ætlaðir. Hvorki hann nó dauðuppgefnir piltarnir þrír sváfu á — SYNDAFLÓDIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.