Sagnir - 01.06.2016, Síða 262
Rasmus Dahlberg sagði í fyrirlestri að sagnfræðingar ætm alltaf að gera ráð
fyrir því að fólk væri heimskt þegar þeir miðluðu vinsælli sagnfræði sem hefði það
að markmiði að seljast vel og ná til stórs hóps almennra lesenda. Þetta er svipað
fullyrðingu Ann Curthoys og Ann McGrath um að þegar sögu eða sagnfræði
sé miðlað í sjónvarpi verði að höfða til lægsta samnefnara („LCD“, eða „lowest
common denominator“).7 A því sem Önnurnar sögðu og orðum Rasmus er þó
grundvallarmunur. Þær leggja áherslu á það að sagnfræðingar skrifi sögu sem
þeim finnst áhugaverð, sögu sem þeim þykir vert að miðla til almennings. Mér
fannst ekki örla á þessu sjónarmiði hjá Dahlberg. Ég held að það sé alveg hægt að
hugsa um bæði E-in á sama tíma („Entertainment" og ,,Education“), skemmtun
og fræðslu. I stað þess að reyna að höfða til lægsta samnefnara ætti markmiðið að
vera að finna nýjar og spennandi leiðir til að miðla sögunni, án þess að segja bara
sögur sem fólk vill heyra og staðfestir sýn þess á söguna og heiminn. Önnurnar
leggja einnig á það áherslu að auk þess sem höfundurinn hafi áhuga á efninu spyrji
hann sig hvaða tilgangi verkið þjóni. Að hann velti fyrir sér hvers vegna tiltekið
viðfangsefni sé þess virði að skrifað sé um það og þess virði að því sé miðlað til
tiltekins lesendahóps. Þetta finnst mér vera mikilvægt atriði. Að sagnfræðingar, eða
þeir sem miðla sögu eða sagnfræði, spyrji sig hvers vegna þeir séu að því og hugsi
um tilgang verksins. I því er kannski fóigin spurningin um tilgang sagnfræðinnar.8
Tenging
Það verður alltaf vettvangur fyrir rótgróna akademíska sagnfræði. Það er hins
vegar aðeins fámennur hópur sem hefur áhuga og fræðilega þekkingu til að taka
þátt í þess konar sagnfræði og sagnfræðilegum umræðum. Þess vegna er spurningin
eiginlega þessi: Hvernig má miðla gagnrýnni og spyrjandi sögu til almennings?
Sigrún Alba Sigurðardóttir, sagn- og menningarfræðingur hefur heillast af
einsögunni og aðferðafræði hennar. Ég ræddi við Sigrúnu sem hefur lagt á það
áherslu í sínum fræðistörfum að vera gagnrýnin og að nota óhefðbundnar heimildir
og leiðir til þess að gagnrýna ráðandi orðræðu og viðteknar venjur.9 10 Hið einstaka
er frábær vettvangur til að gera einmitt það og til að afbyggja viðteknar skoðanir
og hefðir. I fyrirlestri sínum „Skapandi þekking“ fjallaði hún um það hvernig
einstaklingurinn er mótaður af ákveðinni formgerð, gildum og hefðum, og að með
því að rannsaka einstaklinginn sé hægt að skoða samfélagið sem mótar hann og
„skoða um leið hvernig ákveðnir einstaklingar eða atburðir sem stangast á við hið
viðtekna geta orðið ákveðið hreyfiafi í mótun nýrra samfélaga og menningar.“H1
7 Ann Curthoys og Ann McGrath, How to Write Histoiy that People V/ant to Read (Basingstoke, 2011), bls. 40-41.
8 Sama heimild, bls. 14-23.
9 Sjá t.d. Sigrún Sigurðardóttir, „Að bera kennsl“, bls. 26-42 og viðtal höfundar við Sigrúnu Ölbu.
10 Sigrún Alba Sigurðardóttir, „Skapandi þekking. Samspil þekkingar, sköpunar og skilnings í fræðilegum
rannsóknum“, Fyrirlestur fluttur í fyrirlestraröð Hönnunar- og Arkitektúrdeildar Listaháskóla íslands,
2. október 2013, http://lhi.is/media/filer_private/2013/10/03/skapandi_ekking^fyrirlestur_210_2013.pdf.
Sótt 14. apríl 2015, bls. 8. Fyrirlesturinn hefur aldrei komið út á prenti og virðist aðeins aðgengilegur á þessan
vefslóð. Eg vil þess vegna vísa í hann sem netheimild.
262