Sagnir - 01.06.2016, Síða 263
Hún hélt áfram: „jVjitundin um hvað það er sem veldur eigin ófrelsi er það sem
gerir einstaklinginn frjálsan til að móta sér eigin leið og finna upp nýjar aðferðir til
að hugsa og skapa.“n
I hip-hop tónlist er sterk hefð fyrir samfélagslegri gagnn'ni enda hefur tónlistin,
og hip-hop menningin, sterkar samfélagslegar rætur. Hip-hop fæddist innan hóps
sem var, og er, undirskipaður og jaðarsettur í Bandaríkjunum.12 í gegnum tónlistina
hafa listamenn komið rödd sinni á framfæri, gagnrýnt samtímann, söguna og
sagnfræðina. Gott dæmi um þetta er lagið „Fight the Power“ með hljómsveitinni
Public Enemy þar sem rapparinn Chuck D gagnrýnir bandaríska söguskoðun, sem
hann segir leggja of ríka áherslu á þátt hvítra Bandaríkjamanna: „Sample a look
back you look and find/nothing but rednecks for 400 years“.13
Hér hyggst ég þó fjalla sérstaklega um Kendrick Lamar, en hann er einn vinsælasti
og virtasti14 rapptónlistarmaður heimsins í dag. I tónlist sinni hefur hann fjallað um
mörg margslungin og flókin viðfangsefni. Lamar er fæddur árið 1987 og á annarri
plötu sinni, good kid, m.AAi.d city's, lýsir hann reynslu sinni af því að alast upp í
borginni Compton í Kaliformu í umhverfi þar sem gengjamenning er ráðandi, sem
og kerfisbundin kúgun þeldökkra. Textarnir fjalla m.a. um hópþrýsting og hvernig
ungir krakkar eru aldir upp í menningu sem ýtir þeim út í ofbeldi og eiturlyf.16
Lamar segir frá því hvernig gengjameðlimir þrýsta á krakkana að tileinka sér þann
lífsstíl og að lögreglan og aðrar stofnanir geri ekki ráð fýrir öðru.1718 Á sinni þriðju
plötu, To Pimp a Butterfly, setur hann þetta viðfangsefni í sögulegt samhengi. Hann
tengir gengjastríð í Bandaríkjunum við ættbálkastríð í Afríku, segir kynþáttahatur
í Bandaríkunum vera rótgróið og hafi byggst upp kynslóð fram af kynslóð (e.
„generational hatred“).19 í síðasta lagi plötunnar, „Mortal Man“, dregur hann síðan
upp líkindi milli tíunda áratugar 20. aldarinnar og samtímans og bendir á að fátt
11 Sigrún Alba Sigurðardóttir, „Skapandi þekking“, bls. 8.
12 Jeff Chang, Can’tStop. Won't Stop. A History of the Hip-Hop Generation (New York 2005), bls. 13-18.
13 Public Enemy, „Fight the Power“ (1988).
14 Síðustu tvær plötur hans hafa selst í samtals tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Fyrri platan náði
hæst á annað sæti Billboard vinsældalistana og sú seinni komst í fyrsta sætið. Sjá: „Kendrick Lamar
Discography“, Wikipedia.com, http://en.wikipedia.org/wiki/Kendrick_Lamar_discography. Sótt
14. apríl 2015 og Gavin Edwards, „Billboard Cover. Kendrick Lamar on Ferguson, Leaving Iggy Azealia
Alone and Why „We’re in the Last Days““, Billboard, 9. janúar 2015, http://www.billboard.com/articles
/news/6436268/kendrick-lamar-billboard-cover-story-on-new-album-iggy-azalea-police-violence-the-rapture
Sótt 16. apríl 2015.
15 Kendrick Lamar, good kid, rnAA.d city (2012).
16 Sjá t.d. lögin „The Art of Peer Pressure“og „m.A.A.d city“.
17 Sjá t.d. lagið „good Kid“.
18 Um þetta hefúr oft verið fjallað bæði í hip-hop tónlist og á akademísku stigi. Ég bendi t.d. á lagið „Dear
Mama“ eftir rapparann 2Pac, sem er einn mesti áhrifavaldur Lamars. Fræðilegt efni um þetta er til að mynda:
Yasser Arafat Payne, ,,„A Gangster and a Gentlemarí*. How Street Life-Oriented U.S.-Born African Men
Negotiate Issues of Survival in Relation to Their Masculinity“, Men and Masculinities 8:3 (2006), bls. 291-294.
19 Kendrick Lamar, „The Blacker the Berry“, To Pimp a Butterfjy (2015).
263