Sagnir - 01.06.2016, Síða 268
Sambúð sagnfræði og skáldskapar hefur ávallt verið frekar óljós og oft og
tíðum erfið. Þessi tvö ríki hafa deilt síbreytilegum landamærum í margar
aldir en undanfarin ár hafa þau verið sérstaldega umdeild. Er það ekki síst
vegna bylgju póstmódernismans sem dregur sannleikann, einn helsta tilgang sagn-
fræðinnar, í efa. Sannleiksleidn er eitt helsta markmið fræðigreinarinnar, þ.e. að
reyna að komast að sannleikanum þótt sagnfræðingar hafi nú margir hverjir sætt sig
við að það sé ekki alltaf hægt. Annað markmið þeirra er síðan að miðla þekkingu
sinni og því sem þeir sannast vita. En þá þurfa þeir að kljást við annað vandamál
og það er hvernig best sé að miðla sögulegri þekkingu dl almennings. Hér verður
helst fjallað um tvær miðlunarleiðir, í fyrsta lagi sagnfræðibækur og -greinar og í
öðru lagi söguleg skáldverk, þá sérstaklega sögulegar skáldsögur. Þá verða mörk
sagnfræði og skáldskapar skoðuð og reynt að komast að því hvar þau liggja.1
Sannleikurinn
Arið 1978 sagði Björn Þorsteinsson sagnfræðingur að sagan fengist við að skilja,
skýra og endurskapa fordðina en að það hafi jafnan tekist betur í leikritum,
listaverkum, kvikmyndum og skáldsögum en í rannsóknarskýrslum sagnfræðinga.
Það er rétt hjá Birni að markmið sögu og sagnfræði er að komast á snoðir um
hvernig fordðin var, eins nálægt og mögulegt er. Það hefur verið markmið sagnfræði
síðan hún varð að viðurkenndri fræðigrein á 19. öld og endurspeglast vel í orðum
Leopolds von Ranke „wie es eigentlich gewesen“ eða að sýna eigi fortíðina eins og
hún var í raun og veru.2 Það mætd segja að þetta sé leit að sannleikanum um liðna
tíð og í þessa leitarför fara flestir, ef ekki allir, sem leggja stund á sagnfræði. Til
dæmis segir sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson að sagnfræðingar ged ekki fengist
við rannsóknir ef tilgangurinn með þeim sé ekki að miðla einhverjum sannleika
um fortíðina.3 Þó svo að margt hafi gengið á innan sagnfræði og annarra greina
á seinustu áramgum vegna póstmódernismans, sem dregur sannleikshugtakið í
efa og hafnar vísindum4, þá virðist sannleiksleitin enn vera helsti grundvöllur og
drifkraftur rannsókna þó að flestir séu sammála því að ekki sé hægt að komast
fullkomlega að sannleikanum heldur leitast við að komast sem næst honum. Því
hefur skapast eins konar málamiðlun við póstmódernismann en samt eru ekki öll
kurl komin til grafar í þessum málum. En tilgangurinn með sagnfræðirannsóknum
á ekki einungis að snúast um að komast að sannleikanum um fortíðina heldur,
eins og Sverrir bendir á, að miðla honum. Þá komum við aftur að því sem Björn
Þorsteinsson sagði; að sagan fengist við að endurskapa fortíðina. En á hvaða
máta endursköpum við hana og miðlum? Hvaða leiðir eru bestar og hvaða
1 Greinin byggir á ritgerð höfundar í námskeiðinu Sagan í samfélaginu.
2 „Sagnfræði. Listgrein eða vísindi?“, Nj saga 4 (1990), bls. 82-90.
3 Sverrir Jakobsson, „Hvort kemur á undan, rannsóknir eða miðlun?“, Hvað ersagnfraði?
Ritstjórar Guðbrandur Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson (Reykjavík 2008), bls. 103-112.
4 Árni Daníel Júlíusson, „Hin þrjú andlit Klíó“, Hvað ersagnfraði? Ritstjórar Guðbrandur Benediktsson
og Guðni Th. Jóhannesson (Reykjavík 2008), bls. 14-26.
268