Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 11

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 11
11 ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI hey. Þau fóru fyrst í húsmennsku að Hjalta stöðum í Blönduhlíð, og síðan að Brenniborg. Vorið 1921 hóf Sig- urlína dóttir þeirra búskap með manni sínum, Jóni Jónssyni, á Hofi á Höfða- strönd. Þangað fóru þau Björn og Stef- anía og bjuggu þar síðan, Björn til æviloka og Stefanía mestalla ævi sína, allt til 1971. Í kirkjugarðinum fengu þau hjónin bæði hinstu hvílu. Á Hofi voru hinar eiginlegu æskustöðvar Andr ésar Björnssonar. Börn Sigurlínu systur hans og Jóns á Hofi voru tvíbur- arnir Sólveig og Pálmi, fædd 1923. Pálmi varð þjóðkunnur kaupmaður, forgöngumaður í að bjóða íslenskum neytendum vöru á lágu verði og frum- kvöðull Kringlunnar í Reykjavík; hann var kenndur við fyrirtæki sitt og jafnan nefndur Pálmi í Hagkaup. Ald- ursmunur þeirra systkina og Andrésar var ekki nema sex ár, svo hann var þeim sem eldri bróðir í uppvextinum. Andrés naut föður síns ekki lengi. Hann var á tíunda ári þegar Björn lést, 30. desember 1926. En hann átti góð- ar minningar um föður sinn og brá upp mynd frá lestrarnámi undir hand- leiðslu hans í ræðu um séra Hallgrím Pétursson í Hallgrímskirkju í Saurbæ árið 1982: Ein af fyrstu minningum mínum er tengd Hallgrími Péturssyni með nokk uð sérstæðum hætti. Faðir minn sálugi var að basla við að kenna mér að lesa og þótti ég sýna heldur lítinn áhuga á náminu. Hann fór í ferðalag og í fjarveru hans tók ég skyndilega einhvern fjörkipp, réðst á ævintýri Jóns Árnasonar og varð svo hugfang- inn að ég var búinn á eigin spýtur að brjótast gegnum Grámann í Garðs- horni og fleiri slíkar frásögur, þegar faðir minn kom heim úr för sinni. Ég var ekki lítið upp með mér sem vænta mátti þegar ég sagði honum að ég væri orðinn læs. Hann lét sér fátt um finnast, kallaði mig inn í herbergið sitt og dró fram litla lúða bók og mælti: „Þegar þú getur lesið þessa bók viðstöðulaust, máttu kannski kallast læs.“ Hann rétti mér bókina sem prentuð var með gotnesku letri, – það voru Passíusálmarnir. Það dró nokkuð niður í mér í svipinn, en mér skildist að ég mátti ekki láta staðar numið við svo búið og réðst til atlögu við nýjan texta og nýtt letur, hvort tveggja býsna ólíkt því sem ég hafði nýlega kynnst. Þau tvö ár sem faðir minn átti ólif- uð las ég Passíusálmana fyrir hann á föstunni. Einhverju góðu frækorni var þar sáð þó að ég væri mér þess kannski varla meðvitandi á þeim tíma. Um skeið breikkaði bilið milli mín og Passíusálmaskáldsins, en löng u síðar áttum við eftir að hittast aft ur og kynnast nánar undir öðrum kringumstæðum. Tilfinningar mínar fyrir Hallgrími og Passíusálmum hans tengdust frá upphafi minning- unni um föður minn sem ég missti ungur og sem hafði viljað gefa mér allt það besta sem hann átti. Ennþá á ég gömlu og slitnu bókina okkar, með tímanum hefur hún orðið mér sífellt dýrmætari og ég vona að skiln- ingur minn á henni og tilfinningin fyrir gildi hennar hafi líka dýpkað eftir því sem tímar hafa liðið. (Ríkisútvarpið, segulbandasafn, DB-6502,2)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.