Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 21
21
ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI
Andrés hefur unnið að ritgerðinni
snemma árs 1943 og lauk cand. mag.¬
prófi í íslenskum fræðum 21. maí
1943 með fyrstu einkunn. Samtímis
luku prófinu Árni Kristjánsson og
Bjarni Einarsson, síðar handritafræð-
ingur, um skeið fréttamaður við
Ríkisútvarpið á fyrstu starfsárum
Andrés ar þar. – Ritgerðin um Hem-
ings flokk þótti einkar vönduð og vel
unnin. Staðfesting þess er að 1946 var
hún prentuð í Skírni, en ritstjóri hans
var Einar Ólafur Sveinsson, þá ný-
orðinn prófessor í íslenskum fornbók-
menntum. Andrés hafði þannig sann-
að sig sem fullgildan fræðimann. Sama
ár og prófritgerðin birtist gaf hann út
ljóðmæli eftir Grím í bókaflokki
Menn ingarsjóðs, Íslenzk úrvalsrit. Þett a
eru handhæg ljóðakver sem reynd ust
mörgum inngöngudyr að ljóðum
góðskáldanna. Úrval Andrésar úr
kvæð um Gríms er gott og inngangs-
ritgerðin besta yfirlit um kveðskap
hans sem enn hefur verið samið. Svo
vel undi Andrés sér í félagsskap Gríms
Thomsens að hann hélt áfram að
hyggj a að honum meðfram öðrum
störfum og átti eftir að birta sitthvað
um ævi og verk skáldsins sem síðar
verður vikið að í þessari samantekt.
Að prófi loknu þurfti Andrés að finna
sér starf við hæfi. Margir íslensku-
fræðingar sneru sér að kennslu í fram-
haldsskólum, enda var þetta eiginlega
kennarapróf. Hann fór þó ekki þá leið
og bauðst nú annar kostur. Fáum
dögum eftir prófið var hann kvaddur í
breska sendiráðið. „Var mér nú boðið
starf við upplýsingamálaráðuneytið í
London,“ sagði hann síðar. „Ég þekkt-
ist þetta boð og hugði gott til að víkka
ofurlítið sjóndeildarhring minn með
dvöl í heimsborginni.“ (Mbl. 17. júní
1994). Andrés hafði aldrei farið utan
þegar þarna var komið og líklega hef-
ur tilboðið að hleypa heimdraganum
freistað hans svo að hann greip þetta
tækifæri. Hann hélt um sumarið til
London með geysistóru herflutninga-
skipi sem var að flytja hermenn til
þess að taka þátt í innrásinni í Evrópu
Andrés á háskólaárunum. Þessi mynd birtist
í Útvarpstíðindum um áramótin 1942–43
og er hann kynntur lesendum og hlustendum
með svofelldum orðum: „Andrés Björnsson er
bróðir Andrésar heitins Björnssonar, hins
kunna skálds og gáfumanns, er allir lands-
menn kannast við og kunna vísur eftir.
Andr és er ættaður úr Skagafirði, stúdent frá
Akureyri, og stundar nú norrænunám við
há skólann. Hann hefur nokkrum sinnum
lesið upp í útvarpið og flutt erindi á vegum
stúdenta, síðast las hann 6. desember og átti
þessi mynd að birtast í síðasta hefti.“