Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 22
22
SKAGFIRÐINGABÓK
og tvö beitiskip voru því til verndar.
En ferðin gekk áfallalaust. Í London
tók við starf sem var á vegum deildar
BBC sem nefndist British Overseas
Service og þar átti Andrés að sjá um
og flytja útvarpsþátt með fréttum á
íslensku. Í fyrrnefndu Helgarpósts-
viðtali segir hann svo frá: „Ég hafði
aðsetur í Bush House, niður undir
Fleet Street, þar sem þessi deild ann-
aðist útvarpssendingar til annarra
landa – það var fyrst og fremst
stríðsáróður. Deildin var hluti af upp-
lýsingaráðuneytinu, sem var geysi-
mikil stofnun og stríðsfyrirbrigði.
Hún hafði að öðru leyti bækistöð í
Lundúnaháskóla. Ég hafði skrifstofu
með landflótta Norðmönnum sem
höfðu komið til Bretlands með her
sinn og flota.“ (Helgarpósturinn 9. jan-
ú ar 1981). Yfir Norðurlandadeild
upp lýsingaráðuneytisins var dr. Grace
Thornton sem lagt hafði stund á ís-
lensk fræði.
Fréttir allar voru ritskoðaðar, en
ritskoðarana sá Andrés aldrei. Hann
þurfti að skila öllu inn á ensku og
síðan tók skrifstofustúlka það og sýndi
ritskoðuninni. En svo vel tókst þetta
að aldrei var gerð athugasemd við
frétta flutninginn.
Þetta voru ógnvænlegir tímar og
vinir Andrésar áttu bágt með að skilja
hvers vegna hann tók því boði að fara
til Bretlands sumarið 1943. Það kem-
ur fram í eftirmælagrein Jóns Þórar-
inssonar:
London lá á þessum tíma undir leift-
ursókn Þjóðverja með sleitulausum
loftárásum og þeim ógurlegu hörm-
ungum sem þeim fylgdu. Ekki kann
ég skýringu á því hvers vegna Andrés
brá á þetta ófýsilega ráð, en kunnug-
um duldist ekki eftir á að þessi lífs-
reynsla hafði fengið mjög á hann, og
hygg ég að hann hafi lengi borið
henn ar merki innra með sér. (Mbl. 8.
janúar 1999).
Þegar kom fram á árið 1944 voru hug-
ir Íslendinga, heima og heiman, mjög
bundnir við þau stórtíðindi sem fram-
undan voru, stofnun lýðveldis á Þing-
völlum 17. júní. Landar í London
fylgd ust vel með því, þótt ekki linnti
loftárásum Þjóðverja sem gripu nú til
síðustu leynivopna sinna. „Það voru
sjálfstýrðu eldflaugarnar sem ætlað var
að lama mótstöðuafl Breta og aðallega
í London. Víst ollu þær miklum spjöll-
um og þær settu svip á tilveru okkar
Íslendinganna í borginni og gerðu eng-
an dagamun á frelsisdegi okkar,“ sagði
Andrés í upprifjun á fimmtíu ára af-
mæli lýðveldisins. (Mbl. 17. júní
1994).
Á lýðveldisdaginn hélt Stefán Þor-
varðarson sendiherra hátíðarmóttöku
fyrir Íslendinga. Hún fór fram í fögru
sumarveðri í samkomusal við Park
Lane. Breska útvarpið bauð löndum
til hljóðstofu og reyndi að ná útsend-
ingu frá forsetakjörinu á Þingvöllum.
Móttökuskilyrði voru slæm, en þó
heyrðist lítið eitt og það yljaði mönn-
um um hjartarætur.
Stórhátíðisdagur Íslendinga í Lond-
on endaði með einni snörpustu
sprengju hryðju sem gengið hafði yfir
borgina. Hús hrundu víða í kringum
Andrés og engum varð svefnsamt þá
nótt. Þannig var þessi dagur blandinn
hinum mesta fögnuði og skelfingu. Í
upprifjun sinni fimmtíu árum síðar
segir Andrés á þessa leið: