Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 22

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 22
22 SKAGFIRÐINGABÓK og tvö beitiskip voru því til verndar. En ferðin gekk áfallalaust. Í London tók við starf sem var á vegum deildar BBC sem nefndist British Overseas Service og þar átti Andrés að sjá um og flytja útvarpsþátt með fréttum á íslensku. Í fyrrnefndu Helgarpósts- viðtali segir hann svo frá: „Ég hafði aðsetur í Bush House, niður undir Fleet Street, þar sem þessi deild ann- aðist útvarpssendingar til annarra landa – það var fyrst og fremst stríðsáróður. Deildin var hluti af upp- lýsingaráðuneytinu, sem var geysi- mikil stofnun og stríðsfyrirbrigði. Hún hafði að öðru leyti bækistöð í Lundúnaháskóla. Ég hafði skrifstofu með landflótta Norðmönnum sem höfðu komið til Bretlands með her sinn og flota.“ (Helgarpósturinn 9. jan- ú ar 1981). Yfir Norðurlandadeild upp lýsingaráðuneytisins var dr. Grace Thornton sem lagt hafði stund á ís- lensk fræði. Fréttir allar voru ritskoðaðar, en ritskoðarana sá Andrés aldrei. Hann þurfti að skila öllu inn á ensku og síðan tók skrifstofustúlka það og sýndi ritskoðuninni. En svo vel tókst þetta að aldrei var gerð athugasemd við frétta flutninginn. Þetta voru ógnvænlegir tímar og vinir Andrésar áttu bágt með að skilja hvers vegna hann tók því boði að fara til Bretlands sumarið 1943. Það kem- ur fram í eftirmælagrein Jóns Þórar- inssonar: London lá á þessum tíma undir leift- ursókn Þjóðverja með sleitulausum loftárásum og þeim ógurlegu hörm- ungum sem þeim fylgdu. Ekki kann ég skýringu á því hvers vegna Andrés brá á þetta ófýsilega ráð, en kunnug- um duldist ekki eftir á að þessi lífs- reynsla hafði fengið mjög á hann, og hygg ég að hann hafi lengi borið henn ar merki innra með sér. (Mbl. 8. janúar 1999). Þegar kom fram á árið 1944 voru hug- ir Íslendinga, heima og heiman, mjög bundnir við þau stórtíðindi sem fram- undan voru, stofnun lýðveldis á Þing- völlum 17. júní. Landar í London fylgd ust vel með því, þótt ekki linnti loftárásum Þjóðverja sem gripu nú til síðustu leynivopna sinna. „Það voru sjálfstýrðu eldflaugarnar sem ætlað var að lama mótstöðuafl Breta og aðallega í London. Víst ollu þær miklum spjöll- um og þær settu svip á tilveru okkar Íslendinganna í borginni og gerðu eng- an dagamun á frelsisdegi okkar,“ sagði Andrés í upprifjun á fimmtíu ára af- mæli lýðveldisins. (Mbl. 17. júní 1994). Á lýðveldisdaginn hélt Stefán Þor- varðarson sendiherra hátíðarmóttöku fyrir Íslendinga. Hún fór fram í fögru sumarveðri í samkomusal við Park Lane. Breska útvarpið bauð löndum til hljóðstofu og reyndi að ná útsend- ingu frá forsetakjörinu á Þingvöllum. Móttökuskilyrði voru slæm, en þó heyrðist lítið eitt og það yljaði mönn- um um hjartarætur. Stórhátíðisdagur Íslendinga í Lond- on endaði með einni snörpustu sprengju hryðju sem gengið hafði yfir borgina. Hús hrundu víða í kringum Andrés og engum varð svefnsamt þá nótt. Þannig var þessi dagur blandinn hinum mesta fögnuði og skelfingu. Í upprifjun sinni fimmtíu árum síðar segir Andrés á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.