Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 30

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 30
30 SKAGFIRÐINGABÓK inn hug á að nota þetta fé til að láta byggja hús yfir stofnunina. Var feng- inn amerískur arkitekt til þess að teikn a húsið og lagði hann raunar drög að fleiri byggingum í nágrenninu þar sem meðal annars var hugsað fyrir húsi yfir sjónvarpsrekstur í framtíðinni. Reykjavíkurborg lét í té lóð við Birki- mel, um það bil þar sem Þjóðarbók- hlaðan er nú eða á milli hennar og Bændahallarinnar. Á árunum 1945– 48 reyndi útvarpsstjóri margsinnis að fá heimild stjórnvalda til að hefja bygg inguna. En nú voru skömmtunar- tímar og leyfið fékkst ekki. Síðan fór ríkisstjórnin að ásælast byggingar- sjóðinn og var útvarpsstjóra fyrirskip- að að lána úr honum til byggingar- samvinnufélaga og einnig var lánað til frágangs á Þjóðleikhúsinu sem nú stóð yfir. Húsbygging fyrir Ríkisútvarpið vék af áætlun; var það mál tekið upp löngu síðar og komst til framkvæmda í útvarpsstjóratíð Andrésar Björnsson- ar sem rakið verður. Þegar Jónas útvarpsstjóri var þannig tekinn að stunda lánastarfsemi úr sjóði Ríkisútvarpsins fannst honum rétt að hann fengi venjuleg umboðslaun fyrir þann starfa, 2% lánaupphæðar. Ræddi hann þetta munnlega við fjármála- ráðherra og kvað hann hafa talið slíkt eðlilegt. Eftir á sagði ráðherra sig enga heimild hafa veitt í þessu enda aðeins um lauslegt umtal að ræða. Jónas krafði svo byggingasamvinnufélögin um gjaldið, en ræddi ekki um það við yfirmann sinn, menntamálaráðherra, sem þá var Eysteinn Jónsson. Þegar málið kom upp í ráðuneytinu brást Eysteinn ókvæða við, sagði Jónas enga heimild hafa til gjaldtökunnar og skip aði honum að endurgreiða um- boðslaunin. Var ekki aðhafst fleira í mál inu. Auðvitað vitnaðist þetta, fleira kom upp í sambandi við fjármál útvarpsins og í mars 1950 skrifaði Helgi Hjörvar útvarpsráði bréf þar sem hann bar fjár- drátt og aðrar alvarlegar sakir á út- varpsstjóra. Útvarpsráð vildi hliðra sér hjá að taka á málinu, en Helgi „fékk leyfi“ frá störfum. En í nóvembermán- uði lét Helgi til skarar skríða. Hann birti grein í Morgunblaðinu, „Fjár- stjórn útvarpsins“, þar sem hann rakti að útvarpsstjóri hefði látið greiða tveim ur tengdasonum sínum, hljóð- færaleikurum, heimildarlaust háar fjár hæðir fyrir þátttöku í Strengja- kvartett útvarpsins sem sáralítið starf- aði, enda einn hljóðfæraleikarinn erlend is. Vegna greinarinnar vítti út- varps ráð Helga fyrir trúnaðarbrot. Nokkrum dögum síðar gaf hann svo út bækling sem bar heitið Hverjir eiga ekki að stela? Þar birti Helgi bréf sitt til útvarpsráðs og rakti málið um lána- starfsemi útvarpsstjóra sem hann nefnd i „fjárdrátt og mútu“ og fór um framferði hans að öðru leyti hinum verstu orðum, meðal annars það er hann ruddi herbergi í Landsímahúsinu sem Helgi notaði. Nú óskaði útvarpsstjóri opinberrar rannsóknar sem von var. Var hún ákveð in þegar í stað og samtímis voru Jónas og Helgi báðir leystir frá störf- um meðan á henni stæði. Björn Ólafs- son menntamálaráðherra setti Sigurð Þórðarson skrifstofustjóra í stöðu út- varpsstjóra og Andrés Björnsson skrif- stofustjóra útvarpsráðs. Mál var höfðað gegn Jónasi að lokinni rannsókn. Lauk því svo fyrir hæstarétti í mars 1952 að hann var dæmdur í sekt fyrir brot í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.