Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 54

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 54
54 SKAGFIRÐINGABÓK ríkir eðlisþættir í fari hans og und ir slær hlýtt hjarta, sem getur að því skapi fundið meira til sem honum er óljúfara að flíka tilfinningum sín- um. Og það er mikill misskilning- ur, ef einhver heldur að hann sé skap lítill maður eða leiðitamur. Því minna sem særinn rýkur, því þyngri er undiraldan, og þó að Andrés sé seinþreyttur til vandræða og sæti að líkindum oftar ámæli fyrir að láta sitt hvað ógert en ofgert, stafar það eingöngu af því að hann veit sem Njáll, að flest orkar tvímælis þá gert er, og getur verið fastur fyrir eins og klettur ef því er að skipta. Einhvern tíma eftir að ég tók við núverandi starfi, vissi hann að ég var að skrifa bréf og sagði við mig, eilítið spotzkur á svip: „Maður á aldrei að skrifa bréf, Hjörtur minn! Það getur verið alveg stórhættulegt að skrifa bréf!“ Í munni hans þýðir þetta nokkurn veginn hið sama og að kapp sé bezt með forsjá og betra sé að hafa sitt á þurru og rasa ekki um ráð fram. Sjálfur getur hann líka veitt lakónísk svör og er lítið gef- ið um allt málæði. (Mbl. 16. mars 1977). Annar samstafsmaður sem enn lengur átti samfylgd með Andrési á Ríkisút- varpinu, Margrét Indriðadóttir frétta- stjóri, lýsir honum svo að leiðarlok- um: Andrés Björnsson var eftirsóknar- verður húsbóndi og fyrirmynd. Hon- um var ljóst að útvarpið er starfsfólkið hverju sinni og heiður þess. Frétta- stof ur og fréttatengdir þættir eru lífsakk eri hverrar útvarps- og sjón- varpsstöðv ar, það eru viðkvæmustu deildirnar, þar er gusturinn mestur. Starf okkar á Fréttastofu útvarps þau sautján ár sem Andrés var útvarps- stjóri hefði verið nánast óvinnandi án hollustu hans og trausts. Enda fer ævinlega illa standi skipstjórinn ekki með áhöfninni. … Andrés Björnsson lét aldrei annar- leg öfl stjórna sér. Hann lét ekki stjórnast af þrælsótta. Hann átti sjálfsvirðingu sem fer ekki eftir ver- ald legum auði manneskjunnar heldur innri styrk, siðferðisþreki. Sannfær- ing hans og samviska voru ekki sölu- vara. … Dagsdaglega var Andrés kyrrlátur maður. Hann hafði orðlausa aðferð við að láta í ljós andúð eða vandlæting u með hreyfingum augna og vara. Hann gat verið allra manna skemmilegastur þegar sá gállinn var á honum, þá runn u upp úr honum kynstrin öll af ljóðum og bögum og meinfyndnum sögum og skarplegum athugasemd- um um menn og málefni. Hann var afburða minnugur og hafsjór af fróðleik. Fyrir mér var Andrés Björnsson maður ljóða og fræða, hljóðlátra iðk- ana andans, fínlegur og dálítið við- kvæmur. Hann skilaði með sóma einni mikilvægustu menningarstofn- un þjóðarinnar í hendur nýrrar kynslóðar. (Mbl. 8. janúar 1999). Að lokum má tilfæra orð manns sem kynntist Andrési frá annarri hlið. Vil- hjálmur Hjálmarsson víkur í fyrr- nefndr i bók að nokkrum mönnum sem hann hafði samskipti við í ráð- herra tíð sinni og nefnir því góða heiti öðlingar. Einn þeirra er Andrés Björns- son. Um hann segir Vilhjálmur að hann sé „einn sá maður sem á engu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.