Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 80

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK 2. október árið 1956 var féð ennþá fram á Borgareyju. Fyrirhuguð var slátr un daginn eftir og því ekki um annað að ræða en smala eyjuna. Réttin var hér skammt sunnan við kvíslina, eða þar sem talið er að býlið Eggjarsel hafi verið, og þangað var fénu smalað. Hægviðri var framan af degi, og nokk­ ur rigning er leið á daginn. Undir kvöld gekk í norðan stórhríð. Búið var að koma lömbunum yfir Suðurkvísl­ ina og heim, og tveimur fjárbílum út á Sauðárkrók. Farið var af stað með þann þriðja, en þá herti veðrið að mun og ekki þótti viðlit að fara lengra en út að Svanavatni. Þar var bílnum ekið inn í bragga sem þar var skammt frá bænum og þar voru lömbin á bílnum í um tvo sólarhringa. Daginn eftir, 3. októ ber, var enn stórhríð. Ekkert var slátrað þann dag, enda sláturhúsið bæði vatns laust og rafmagnslaust. 4. október hringdi Haraldur á Völlum og sagði að fé væri á eyrum í Sönd­ unum og mjög tekið að hækka í Vötn­ unum. Við drifum okkur því frameftir og var ætlunin að reyna að koma fénu aftur út á eyjuna. Komnir frameftir fannst okkur aðkoman æði óhugn­ anleg. Nokkrar kindur höfðu fest sig í krapinu og drepist. Þær syðstu höfðu komist suður undir Eiríkshöfða nánast suður yfir Sandana. Í Söndunum fund­ um við níu kindur dauðar. Næstu tvo daga var farið um Borgareyjuna að huga að fénu, fundust þá níu kindur í viðbót sem farist höfðu í tjörnum. Í þess u áhlaupi höfðu því farist 18 kind­ ur. Það má raunar ætla að ef ekki hefði verið smalað þennan dag, 2. október, og féð nánast allt verið framantil á eyj­ unni, hefð i helftina af fénu spennt í Sandana. Minnisstæð atvik Á liðnum áratugum, gerðust ýmsir at­ burðir, er gjarnan koma upp í hugann ef mér verður litið yfir Austurkvíslina og aðstæður eru þannig að trúlega væri mjög erfitt að komast yfir, hvort sem væri á ís, eða pramma. Ósjaldan verður mér þá hugsað til 11. nóvember haustið 1942. Magnús, Konráð og Kolbeinn voru handan Aust urkvíslar við vinnu yfir á Húsa­ túni. Kvísl in var á ís, en hann orðinn veikur og á stöku stað komnar vakir. Þíðviðri var og að sjálfsögðu mikil hálka á svelli. Vind herti mjög er leið á daginn og var nánast ofsarok síðari hluta dags. Þegar tók að rökkva og þeir komu ekki heim austan að, fór fólk hér heim a að verða órólegt. Ákveðið var að Sveinn og Þorleifur færu út að Höfða, þ.e. Jör undarhöfða, ef vera kynni að þar væri hægt að komast austur yfir kvíslina, en í vestan og suðvestan roki er oft nokkru kyrrara norðaustan og austan við Höfð ann. Þeir höfðu reipi með sér úteftir, sem þeir svo hnýttu saman. Sveinn batt kaðalinn utanum sig og fór að feta sig austur yfir kvísl­ ina en Þorleifur varð eftir norðan við Höfðann og gaf kaðalinn út, hélt svo í kaðalinn er Sveinn togaði ekki lengur í. Það var haft á orði, hvað Sveini fannst hann vera lengi fram að fjárhús­ unum, á móti veðrinu, þó leiðin væri ekki löng. Magnús á Frostastöðum skráði eftirfarandi er hann minntist þess a dags: Ekki mun á því nokkur efi að Eyhild­ arholt er að sumu leyti erfiðasta jörð hér í sýslu. Það mun óvíða haga svo 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.