Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
Veiðiskapur – hlunnindi
„Silungsveiði góð í Héraðsvötnum“
seg ir í jarðabók Árna Magnússonar í
umsögn eða lýsingu á Eyhildarholti.
Svo hefur líklega verið um aldir. Fyrir
dráttur var stundaður hér áður fyrr í
verulegum mæli. Aflinn var yfirleitt
mjög góður, skipti tugum eða jafnvel
hundruðum silunga eftir daginn. Nær
eingöngu var um sjóbirting að ræða.
Mest veiddist að vorinu fram um
miðj an maí, einnig nokkuð á haustin.
Ef kvíslarnar fóru af að vetrinum, urðu
íslausar, var gjarnan farið í fyrirdrátt
og fékkst jafnan einhver afli. Víst eru
sumir veiðidagar minnistæðir. Mér er
þó einn slíkur sérlega ofarlega í huga.
Mig minnir að það hafi verið vet
urinn 1948, sem Sveinn kom sér upp
stórriðnu rekneti. Riðillinn var stór,
möskvalegg ur milli hnúta allt að því
þriggja tommu langur. 18. apríl fór
um við Sveinn og Gísli í fyrirdrátt
fram í Vötn. Þau voru orðin auð, ís laus
hér fram, en ennþá á ís hér skammt
norðan við túnið. Þetta var í fyrsta
skipti sem við notuðum reknetið.
Höfð um vörpuna að vísu með, en
hreyfð um hana lítið. Við byrjuðum
fram við Grundarnes og drógum fyrir
allar götur hingað út í Suðurkvísl.
Við létum þó ekki reka í alla hylji. Að
þessu sinni höfð um við þann háttinn
á, að við buguð um ekki, drógum netið
ekki að landi er það hafði rekið eftir
hyljunum, heldur tókum það upp í
prammann. Ég hygg að þetta hafi
verið einn mesti dags afli sem ég man
eftir. Við höfðum 84 sil unga eftir dag
inn, flestalla stóra, sem ánetjuðust í
netinu. Allir minni silungar sluppu að
sjálfsögðu í gegnum möskv ana.
Það virtist ekki sama hvernig að
stæður voru ef farið var í fyrirdrátt. Ef
einhver vöxtur var í kvíslunum fékkst
jafnan lít ið, stundum nánast ekkert.
Því var þver öfugt farið ef lítið var í og
örlítið föl á jörðu. Þá var yfirleitt
góður afli.
Nú hin síðari ár hefur eingöngu
verið stunduð lagnetaveiði og aflinn
að langmestum hluta sjóbleikja eða
ljós nál, en það nafn var manni mun
tam ara hér áður fyrr. Fyrir kemur að
einn og einn lax slæðist í lagnet, en
sjó birtingur lítið. Hann virtist hverfa
úr Vötnunum um eða uppúr 1960.
Ástæð una veit ég ekki. Ég held þó að
sjóbirtingurinn hafi hrygn t töluvert í
lækjum og síkjum sem voru hér víða á
92
Árni Gíslason í Eyhildarholti með einn
vænan úr Vötnunum.
Einkaeign.