Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 101
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
ÞJÓNUSTAN OG ÍGANGSFÖTIN
Auðmjúk þjónusta öðlast góð laun
____________
Inngangur
Í gamla íslenska bændasamfélaginu
gengu karlar fremur í störf utan húss
og konur sinntu inniverkum. Konur
tóku þátt í flestum útiverkum þegar
nauðsyn bar til, sinntu mjöltum og
gengu hvert sumar í heyskap. Í fjöl
skyldunni, sem var á bak við fram
leiðslu og neyslueiningu þess samfé
lags, voru fleiri en þeir sem skyldir
voru blóðböndum.1 Vinnuhjú og
lausa fólk tilheyrðu fjölskyldunni og
voru hluti af henni á meðan ráðn
ingartími þess stóð. Þannig myndaði
skylt og óskylt fólk á sama heimili
sameiginlega heild sem stóð á bak við
sjálfbærni hvers bús. Flest grunnhlut
verk í búskap og heimilishaldi héldust
frá miðöldum fram á 20. öld.2
Verkþættir bændasamfélagsins voru
margir og fjölskyldumeðlimir, háir
sem lágir, urðu að ganga í öll verk,
eftir því sem þurfti til að allt gengi
samkvæmt væntingum. Innan heimil
isins höfðu allar konur hlutverk, ung
ar sem aldnar. Heimilisiðja hvers dags
gekk út á að búa fólki þokkalegt viður
væri, í mat, klæðum og umönnun.
Hér eru skoðuð þau þjónustuhlutverk
kvenna innan bæjar sem sneru að
persónulegri, daglegri þjónustu við
aðra heimilismenn, hver þau voru,
hverj ar sinntu þeim og hvert hlut
skipti þeirra var og viðhorf annarra
gagnvart þeim. Fáir hafa skoðað þetta,
en Anna Sigurðardóttir sem tók sam
an þátt um þjónustuhlutverkið í bók
sinni Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár,
komst að því að þau hefðu verið hin
sömu öll 1100 árin.3
Þjónustuhlutverk þetta fólst í því að
hver heimilismaður fékk hversdags
klæði sín viðgerð og þvegin og var
þjónað til sængur. Að þjóna til sæng
ur fólst í að draga föt af mönnum, laga
þau og annast ef á þurfti að halda og
sjá um að rúmfötin væru í lagi og
kopp urinn tómur og á sínum stað fyrir
nóttina. Húsmóðirin skipti körlunum
á milli kvenna heimilisins, en þær
1 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, 1997, bls. 8.
2 Þjónustustörf eru víða tíunduð í Íslendingasögum, m.a. í: Laxdæla sögu, Egils sögu, Bjarnar sögu
Hítdælakappa og fleirum.
3 Anna Sigurðardóttir, 1985, bls. 55–67.
101