Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 170

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK bænum, þ. á m. þiljuð stofa sem sofið var í. Um kvöldið var soðinn hrís­ grjónagrautur. Hann var mjög við­ brenndur og því afar bragðvondur en fólkið lét sig hafa það og slafraði hann í sig. Ég hafði litla lyst á honum. Ég var látinn sofa fyrir ofan bóndann fyrstu nóttina. Mér leiddist mjög mikið fyrstu dag­ ana svo að lá við sturlun. Fyrsta dag­ inn var ég látinn raka skít af túninu saman í hrauka. Síðan var hann settur í hjólbörur og ekið að útihúsunum. Ég hef sjálfsagt ekki verið burðugur við þetta. Ég hafði aldrei snert á hrífu fyrr og var aðeins átta ára. Ástríði fannst ganga lítið hjá mér. Ein kýr var á bænum og þurfti að mjólka hana. Fengin var til þess stúlka frá Hvalnesi, Alda Vilhjálmsdóttir, síð ar kona Egils Bjarnasonar ráðunaut­ ar. Hún hefur sjálfsagt verið kom in undir fermingu. Ég fór með emiler­ aðan bolla til hennar þegar hún var að mjólka og mjólkaði hún í hann fyrir mig og ég drakk þarna spenvolga mjólkina. Mikill dásemdardrykkur var það. Svona gekk þetta alla daga að Alda mjólkaði og ég kom með bollann og fékk minn skammt. Við Selnes voru talsverðir hamrar sem gengu í sjó fram og þar voru arnar hjón með bæli sitt. Ég sá örninn æðioft, mjög tignarlegan fugl og hef ekki séð örn síðan. Einnig var í Selnes­ inu mikið kríuvarp og var ég sendur þangað stundum til að tína egg. Það gekk nú misjafnlega því kríurnar voru svo aðgangsharðar við mig að ég kom oft blóðugur heim. Á næsta bæ, Selá, bjuggu hjón með ein tólf börn. Voru þau sum hver á mínu reki. Ég fór nokkr um sinnum þangað að leika mér við þau. Þetta voru glaðværir krakkar og stundum fórum við saman niður í Selnesið að tína egg. Þegar ég hafði verið á Selnesi um þriggja vikna skeið varð bóndinn á bænum, Gunnar, bráðkvaddur. Ég hafði verið niður í Selnesinu með krökkunum á Selá að leika mér í fjör­ unni. Þegar ég kom heim var verið að þvo líkið inni í stofunni. Síðan var farið með það út í skemmu og það sett á fjalir. Það var talsverður óhugur í mér við þetta allt saman. Ég hafði aldre i séð lík fyrr. Nokkrum dögum síðar kom margt ættingja að sunnan og fylltist því húsið af fólki. Síðdegi eitt var ég sendur niður í Selnesið að reka fé þaðan, en það varð að gera því nesið var nytjað til sláttar. Þegar ég fór á eftir fénu, flýgur æðar­ kolla af hreiðri sem í voru átta egg. Ég var mjög hróðugur, tók öll eggin, lét þau í peysuna mína og fór með þau heim á bæinn. Þegar ég kom heim var ég skammaður fyrir að hafa steypt und an kollunni. Um kvöldið voru samt öll eggin soðin og borðuð með góðri lyst því þau voru nýorpin. Eftir jarðarför Gunnars flutti Ástríður að Bergþórshvoli til dóttur sinnar og tengdasonar og búið var leyst upp. Á Gauksstöðum Mér var komið fyrir á Gauksstöðum á Skaga og var ég þar í tvö sumur. Eitt atvik er mér mjög minnisstætt þaðan. Það var síðla dags, talsverð þoka yfir og komið að mjöltum, en kýrnar ekki komnar heim og ég er sendur til að ná í þær. Það var dálítið jarðfall rétt fyrir sunnan bæinn og þar héldu kýrnar sig 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.