Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
bænum, þ. á m. þiljuð stofa sem sofið
var í. Um kvöldið var soðinn hrís
grjónagrautur. Hann var mjög við
brenndur og því afar bragðvondur en
fólkið lét sig hafa það og slafraði hann
í sig. Ég hafði litla lyst á honum. Ég
var látinn sofa fyrir ofan bóndann
fyrstu nóttina.
Mér leiddist mjög mikið fyrstu dag
ana svo að lá við sturlun. Fyrsta dag
inn var ég látinn raka skít af túninu
saman í hrauka. Síðan var hann settur
í hjólbörur og ekið að útihúsunum. Ég
hef sjálfsagt ekki verið burðugur við
þetta. Ég hafði aldrei snert á hrífu fyrr
og var aðeins átta ára. Ástríði fannst
ganga lítið hjá mér.
Ein kýr var á bænum og þurfti að
mjólka hana. Fengin var til þess stúlka
frá Hvalnesi, Alda Vilhjálmsdóttir,
síð ar kona Egils Bjarnasonar ráðunaut
ar. Hún hefur sjálfsagt verið kom in
undir fermingu. Ég fór með emiler
aðan bolla til hennar þegar hún var að
mjólka og mjólkaði hún í hann fyrir
mig og ég drakk þarna spenvolga
mjólkina. Mikill dásemdardrykkur
var það. Svona gekk þetta alla daga að
Alda mjólkaði og ég kom með bollann
og fékk minn skammt.
Við Selnes voru talsverðir hamrar
sem gengu í sjó fram og þar voru
arnar hjón með bæli sitt. Ég sá örninn
æðioft, mjög tignarlegan fugl og hef
ekki séð örn síðan. Einnig var í Selnes
inu mikið kríuvarp og var ég sendur
þangað stundum til að tína egg. Það
gekk nú misjafnlega því kríurnar voru
svo aðgangsharðar við mig að ég kom
oft blóðugur heim. Á næsta bæ, Selá,
bjuggu hjón með ein tólf börn. Voru
þau sum hver á mínu reki. Ég fór
nokkr um sinnum þangað að leika mér
við þau. Þetta voru glaðværir krakkar
og stundum fórum við saman niður í
Selnesið að tína egg.
Þegar ég hafði verið á Selnesi um
þriggja vikna skeið varð bóndinn á
bænum, Gunnar, bráðkvaddur. Ég
hafði verið niður í Selnesinu með
krökkunum á Selá að leika mér í fjör
unni. Þegar ég kom heim var verið að
þvo líkið inni í stofunni. Síðan var
farið með það út í skemmu og það sett
á fjalir. Það var talsverður óhugur í
mér við þetta allt saman. Ég hafði
aldre i séð lík fyrr. Nokkrum dögum
síðar kom margt ættingja að sunnan
og fylltist því húsið af fólki.
Síðdegi eitt var ég sendur niður í
Selnesið að reka fé þaðan, en það varð
að gera því nesið var nytjað til sláttar.
Þegar ég fór á eftir fénu, flýgur æðar
kolla af hreiðri sem í voru átta egg. Ég
var mjög hróðugur, tók öll eggin, lét
þau í peysuna mína og fór með þau
heim á bæinn. Þegar ég kom heim var
ég skammaður fyrir að hafa steypt
und an kollunni. Um kvöldið voru
samt öll eggin soðin og borðuð með
góðri lyst því þau voru nýorpin.
Eftir jarðarför Gunnars flutti
Ástríður að Bergþórshvoli til dóttur
sinnar og tengdasonar og búið var
leyst upp.
Á Gauksstöðum
Mér var komið fyrir á Gauksstöðum á
Skaga og var ég þar í tvö sumur. Eitt
atvik er mér mjög minnisstætt þaðan.
Það var síðla dags, talsverð þoka yfir
og komið að mjöltum, en kýrnar ekki
komnar heim og ég er sendur til að ná
í þær. Það var dálítið jarðfall rétt fyrir
sunnan bæinn og þar héldu kýrnar sig
170