Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 7
7
VALGERÐUR GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
FRÁ FELLI Í SLÉTTUHLÍÐ
ÆVIMINNGAR
Það var snemma árs 1977 að Þjóðminjasafnið skrifaði
gamlingjum landsins, sem voru 67 ára og eldri, og bað þá að
skrá æviminningar sínar til fróðleiks og skemmtunar fyrir
eftirkomendur. Þjóðminjasafnið bað einnig um lýsingar
á húsakynnum og að gerð yrði grein fyrir daglegu lífi um
aldamótin 1900. Ein þeirra sem sem brugðust vel við var
Valgerður Guðrún Sveinsdóttir frá Felli í Sléttuhlíð. Valgerður,
sem var fædd árið 1895, var hagsýn og atorkusöm kona sem
stjórnaði heimili sínu með elskulegri röggsemi. Í hennar augum
voru ritstörf og bókalestur tímasóun, en bækur þó leyfilegar
ef maður gat prjónað við lesturinn. Það þótti því tíðindum
sæta innan fjölskyldunnar þegar hún settist við skriftir, þá
81 árs gömul. En hér var verkefni sem höfðaði til hennar og
hún leysti það hratt og skipulega – eins og hún var vön. Hún
vaknaði snemma og páraði minningarnar á pappír sem dóttir
hennar, Jódís Jónsdóttir sótti, ritskoðaði og vélritaði. Ólafur
Jóhann Sigurðsson rithöfundur og tengdasonur Valgerðar las
yfir og ritstýrði. Hún var stundum kölluð „stórveldið“ innan
fjölskyldu af því að hún var stjórnsöm og gerði kröfur. Hún
kallaði bókhneigð „hjartveiki“, en staðreyndin er að þessi
„hjartveiki“ töfraði hana, eins og sjá má af því að mennirnir sem
hún elskaði og giftist, Jón Árnason og Páll Sigurðsson, voru
skáldmæltir, skemmtilegir og gáfaðir bókaormar. Endurminningarnar sýna hennar eigin „hjartveiki“,
en líka að hér er á ferð kona með sjálfsvirðingu og sjálfsviðleitni, sem er stolt af eigin lífi og sögu og að
hún ætlar ekki að gleymast undir torfu, heldur vill skilja eftir sig ummerki sem standast tímans tönn.
— Valgerður dó í Reykjavík 10. nóvember 1983.
Valgerður Guðrún Ólafsdóttir.
ÉG ER FÆDD að Felli í Sléttuhlíð, Skaga-
firði, þann 8. desember 1895. Foreldrar
mínir voru Sveinn Árnason útvegsbóndi
og hreppstjóri, fæddur 7. júlí 1864, dáinn
16. júní 1936, og kona hans Jórunn
Steinunn Sæmundsdóttir, fædd 12. júlí
1865, dáin 10. desember 1903. Faðir
minn var sonur Árna Þorleifssonar bónda
og hreppstjóra á Ysta-Mói í Fljótum,
Skagafirði, og konu hans Valgerðar
Jódís Jónsdóttir, f. 1927, sú sem
endurritaði eftirfarandi frásögn
móður sinnar.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.