Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 9

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 9
ÆVIMINNINGAR 9 í Haganesi. Hann var fátækur og hafði mikla ómegð. Börnin voru 14 alls. Þegar leið að fermingu Hólmfríðar, kallaði Björg á hana inn í búr og sagði: „Það verður víst ekki mikið hugsað fyrir fermingunni þinni, hróið mitt.“ Hólmfríði varð heldur svarafátt. Hún hafði mikið hugsað um ferminguna og kviðið því, að hún yrði fátæklegust til fara af fermingarbörnunum. „Ég skal lána þér brúðarkjólinn minn,“ sagði þá Björg. „Hann mun vera mátulegur á þig, við erum báðar litlar.“ Er ekki að orðlengja það að Hólmfríður fermdist í ríkmannlegu brúðarskarti Bjargar og reið hesti hennar, hinum mesta kostagrip, til kirkjunnar. Björg og Sæmundur áttu þrjár dætur, móður mína, Sigurlaugu og Björgu. Einn son áttu þau, sem hét Jón, en hann dó um tvítugt. Einnig ólu þau upp eina fósturdóttur, Sigrúnu Rögnvaldsdóttur, sem var systurdóttir Sæmundar. Móðir hennar var glæsikona mikil og átti þrjá menn, en missti þá alla í sjóinn. Björg hafði mikið dálæti á Sigrúnu og gerði betur við hana en dætur sínar. Hún var eitt sinn að því spurð, hvers vegna það væri, og svaraði þá snöggt eins og hennar var vandi: „Það er af því, að ég á hana ekki.“ Sigrún giftist síðar dönskum manni. Þau fluttust til Skotlands og bjuggu lengi í Glasgow. Sæmundur dó árið 1885 og fluttist þá Björg að Minna-Grindli í Fljótum. Foreldrar mínir gengu í hjónaband árið 1890 og bjuggu fyrst hjá Björgu, meðan þau voru að svipast um eftir jarðnæði. Hún var ráðholl kona og ráðlagði tengdasonum sínum, Kristjáni Jónssyni, sem var giftur Sigurlaugu, og föður mínum að kaupa jarðir, þar sem útræði var, því að sjórinn myndi sjá fyrir að ekki yrði sultur á heimilum þeirra. Þetta var ekki að ófyrirsynju. Fátækt var mikil í Fljótum á þessum árum, en þó voru allir bjargálna, sem gátu sótt sjó. Harðindin og skorturinn á árunum upp úr 1880 voru líka enn í fersku minni. Þeir fóru að ráðum hennar, Kristján keypti Lambanes, sem stendur við Miklavatn í Fljótum, en þar var silungsveiði mikil. Föður minn þurfti ekki að eggja. Hann var fæddur sjómaður, hafði verið á hákarlaveiðum hjá föður sínum, sem gerði út frá Mósvík. Síðar fór hann á námskeið í stýrimannafræðum og stjórnaði skipum föður síns. Hann keypti Fell í Sléttuhlíð, fluttist þangað vorið 1891 og bjó þar til dauðadags. Fell hafði verið prestssetur og kirkjustaður frá ómunatíð. Má m.a. nefna að Hálfdan Narfason galdraprestur sat þann stað. Fell var ekki í kirkjueign. Síðasti presturinn sem bjó þar, var séra Pálmi Þóroddsson. Hann tók að sér að þjóna kirkjunni á Hofi, Hofshreppi, ásamt Fellskirkju, og fluttist að Höfða í Hofshreppi. Foreldrar mínir eignuðust sex börn, en þrjú dóu í bernsku, tvö úr barnaveiki og eitt úr kíghósta. Þau sem upp komust, voru Sveinn, fæddur 1891, ég, fædd 1895, og Björg, fædd 1899. Björg móðursystir mín, missti ung mann sinn og fluttist þá í Fell með dóttur sína Kristínu Jónsdóttur, sem var okkur eins og systir og er það enn. Hún er jafngömul Sveini. Ég man fyrst eftir mér, þegar ég var tæpra fjögurra ára gömul. Það var seint í ágúst árið 1899. Torfbær var í Felli, þegar faðir minn keypti jörðina, en hann hófst handa að byggja nýtt timburhús, sem stóð við hlið gamla bæjarins, en kirkjan var fyrir framan bæinn og stutt á milli. Nýja húsið var nærri fullgert þennan ágústdag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.