Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 12
SKAGFIRÐINGABÓK
12
lifandi verur í höndum hans. Hann var
einnig mjög ratvís og veðurglöggur. Eitt
sinn lágu þrjú skip fram í djúpi, vestur
af svokölluðum Hausum. Þeir voru
í vitlausum hákarli. Allt í einu skipar
pabbi að hafa upp og leysa, og kallar í
hina skipstjórana og segir þeim, að það
sé að koma sunnan rok. Síðan siglir hann
í land, en hinum skipstjórunum þótti
illt að fara frá mikilli veiði. Rokið kom.
Annar skipstjóranna treysti sér ekki að
sigla í land, en lá við stjóra undir mikilli
ágjöf þar til veðrið lægði, en hinn hleypti
til Siglufjarðar.
Eitt sinn heyrði pabbi um landburð
af fiski í Ísafjarðardjúpi og fannst tilvalið
að fara vestur á Ísafjörð til sjóróðra þar.
Hann fór á sexæringi og hafði með sér
tvo menn, annan þaulvanan og lipran
sjómann, en hinn viðvaning. Þetta var á
góu. Þeir sigldu í góðu leiði vestur yfir
Skagafjörð og Húnaflóa, en þegar þeir
komu vestur að Ströndum, skall á norðan
hríð. Pabba fannst óráðlegt að sigla fyrir
Horn, og ræður því af að snúa austur
aftur. Veður versnaði og sjór gekk upp.
Þeir fengu á sig eitt eða tvö áföll, og í
heilan sólarhring sáu þeir ekki til lands.
Þeir voru áttavitalausir eins og vanalegt
var á þeim árum. Hásetarnir höfðu nóg að
gera, annar gætti segla og hinn jós. Pabbi
stóð við stýrið og fór ekki frá því í þau þrjú
dægur, sem þeir voru á siglingu. Allt í einu
kallaði hann til hásetanna og biður þá að
gæta vel fram, því að þeir nálgist nú land.
Rétt á eftir sáu þeir upp í Kaldbakinn á
Málmey og voru þá nærri komnir heim.
Þótt faðir minn væri vanur hákarla-
veiðum, stundaði hann þær lítt í Felli.
Aflinn var mestmegnis ýsa, lúða og þorsk-
ur, sem var saltaður og hertur til sölu.
Þetta gaf meira af sér en búskapurinn,
Árósmöl í Sléttuhlíð, útróðrarstaður Slétthlíðinga. Þaðan reri m.a. Sveinn í Felli.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.