Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
18
frádráttur, margföldun og deiling. Einnig
biblíusögur og 18 kafla kverið, Helgakver,
sem helst þurfti að kunna utanbókar til
fermingar, sérstaklega ritningargreinarnar.
Presturinn kannaði síðan kunnáttu barn-
anna og fermdi upp á faðirvorið, ef ekki
vildi betur til. Þegar Benedikt kvaddi mig
að lokinni kennslu fermingarvorið mitt,
orti hann til mín þessa vísu, en hann var
vel hagmæltur:
Vaki þér gæfunnar blysið um brár,
í barminum vonin og þorið,
þá björt munu verða þín ókomnu ár,
sem æskunnar gróandi vorið.
Við vorum átta börnin, sem fermdumst
saman, þrjár stúlkur og fimm piltar. Ég
var stærst af stúlkunum, enda bráðþroska.
Ég var í hvítum kyrtli, skautbúningi,
sem stjúpa mín átti og var í þegar hún
giftist pabba. Ég var mjög ánægð með
sjálfa mig í þessum skrúða og kom sér
þá vel stóri spegillinn í stássstofunni
að spegla sig í frá öllum hliðum. Allir
kirkjugestirnir fengu kaffi og meðlæti á
eftir, en það var jafnan veitt á hverjum
sunnudegi, sem messað var.
Í hópi fermingarsystkina minna voru
fleiri en ég, sem vildu gjarnan halda áfram
að lesa, en skólahúsið var bara fyrir börn
innan fermingar, svo það kom ekki til
greina, að við gætum fengið kennslu þar.
Bræðraá í Sléttuhlíð gekk næst Felli með
húsakost, og varð það að samkomulagi
með þeim Bræðrárhjónunum og pabba,
að fá Benedikt til að kenna þar næsta vetur.
Þar voru synirnir tveir mjög námfúsir
og greindir og héldu áfram námi síðar.
Ég hélt til þennan vetur á Bræðrá, enda
konan þar, Þórleif Friðriksdóttir, náskyld
pabba. Það var of langt fyrir mig að fara
heim á hverjum degi, en ég var heima um
helgar. Systir mín Björg, sem var fjórum
árum yngri, gekk í barnaskólann. Það var
stutt og hún gekk heim á kvöldin.
Í þessum heimavistarskóla á Bræðrá
hjá Benedikt lærðum við brot í reikningi,
landafræði, sögu, náttúrufræði og rétt-
ritun. Þarna voru fáir unglingar og ég
ein fékk að vera alveg í fæði og gistingu,
hinir unglingarnir komu og fóru heim
daglega. Benedikt var samur við sig, og
skemmti með dansi og upplestri, sem allt
heimilisfólkið tók þátt í.
Bræðrá gekk næst Felli að risnu og
höfðingsskap. Þar fannst mér stétta-
skipting meiri en heima. Þar t.d. borð-
uðu saman húsbændur, börn þeirra, kenn-
arinn og ég með þeim, enda talin ein af
fjölskyldunni, en aðkomuunglingarnir
og vinnufólkið borðuðu sér. Mikil fátækt
var í Sléttuhlíð á þessum tíma og mjög
áberandi munur á fátæklingum og þeim,
sem betur máttu sín. Sem dæmi um
stéttaskiptinguna er þessi saga:
Einn af þessum fátæku unglingum,
sem gekk í skóla á Bræðrá, var fermingar-
bróðir minn. Hann var drengur góður.
Fermingarvorið okkar, eða daginn sem
við vorum að koma frá prestinum fyrir
ferminguna, fór faðir hans á Sléttuhlíðar-
vatnið til silungsveiða og drukknaði.
Konan hans með stóran barnahóp horfði
á, en ekkert var unnt að gera til bjargar.
Þessi piltur varð seinna tengdasonur
hjónanna á Bræðrá og þótti þeim lítið til
þess ráðahags koma, enda ekki efnunum
fyrir að fara hjá fjölskyldu hans. Svo
mikið þótti heimasætan taka niður fyrir
sig, að hún varð að fara af heimilinu
með manni sínum. Þau fluttust að
Arnarstöðum, sem er næsti bær við
Bræðrá. Þá bjuggu þar systur tvær, sem