Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 18

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK 18 frádráttur, margföldun og deiling. Einnig biblíusögur og 18 kafla kverið, Helgakver, sem helst þurfti að kunna utanbókar til fermingar, sérstaklega ritningargreinarnar. Presturinn kannaði síðan kunnáttu barn- anna og fermdi upp á faðirvorið, ef ekki vildi betur til. Þegar Benedikt kvaddi mig að lokinni kennslu fermingarvorið mitt, orti hann til mín þessa vísu, en hann var vel hagmæltur: Vaki þér gæfunnar blysið um brár, í barminum vonin og þorið, þá björt munu verða þín ókomnu ár, sem æskunnar gróandi vorið. Við vorum átta börnin, sem fermdumst saman, þrjár stúlkur og fimm piltar. Ég var stærst af stúlkunum, enda bráðþroska. Ég var í hvítum kyrtli, skautbúningi, sem stjúpa mín átti og var í þegar hún giftist pabba. Ég var mjög ánægð með sjálfa mig í þessum skrúða og kom sér þá vel stóri spegillinn í stássstofunni að spegla sig í frá öllum hliðum. Allir kirkjugestirnir fengu kaffi og meðlæti á eftir, en það var jafnan veitt á hverjum sunnudegi, sem messað var. Í hópi fermingarsystkina minna voru fleiri en ég, sem vildu gjarnan halda áfram að lesa, en skólahúsið var bara fyrir börn innan fermingar, svo það kom ekki til greina, að við gætum fengið kennslu þar. Bræðraá í Sléttuhlíð gekk næst Felli með húsakost, og varð það að samkomulagi með þeim Bræðrárhjónunum og pabba, að fá Benedikt til að kenna þar næsta vetur. Þar voru synirnir tveir mjög námfúsir og greindir og héldu áfram námi síðar. Ég hélt til þennan vetur á Bræðrá, enda konan þar, Þórleif Friðriksdóttir, náskyld pabba. Það var of langt fyrir mig að fara heim á hverjum degi, en ég var heima um helgar. Systir mín Björg, sem var fjórum árum yngri, gekk í barnaskólann. Það var stutt og hún gekk heim á kvöldin. Í þessum heimavistarskóla á Bræðrá hjá Benedikt lærðum við brot í reikningi, landafræði, sögu, náttúrufræði og rétt- ritun. Þarna voru fáir unglingar og ég ein fékk að vera alveg í fæði og gistingu, hinir unglingarnir komu og fóru heim daglega. Benedikt var samur við sig, og skemmti með dansi og upplestri, sem allt heimilisfólkið tók þátt í. Bræðrá gekk næst Felli að risnu og höfðingsskap. Þar fannst mér stétta- skipting meiri en heima. Þar t.d. borð- uðu saman húsbændur, börn þeirra, kenn- arinn og ég með þeim, enda talin ein af fjölskyldunni, en aðkomuunglingarnir og vinnufólkið borðuðu sér. Mikil fátækt var í Sléttuhlíð á þessum tíma og mjög áberandi munur á fátæklingum og þeim, sem betur máttu sín. Sem dæmi um stéttaskiptinguna er þessi saga: Einn af þessum fátæku unglingum, sem gekk í skóla á Bræðrá, var fermingar- bróðir minn. Hann var drengur góður. Fermingarvorið okkar, eða daginn sem við vorum að koma frá prestinum fyrir ferminguna, fór faðir hans á Sléttuhlíðar- vatnið til silungsveiða og drukknaði. Konan hans með stóran barnahóp horfði á, en ekkert var unnt að gera til bjargar. Þessi piltur varð seinna tengdasonur hjónanna á Bræðrá og þótti þeim lítið til þess ráðahags koma, enda ekki efnunum fyrir að fara hjá fjölskyldu hans. Svo mikið þótti heimasætan taka niður fyrir sig, að hún varð að fara af heimilinu með manni sínum. Þau fluttust að Arnarstöðum, sem er næsti bær við Bræðrá. Þá bjuggu þar systur tvær, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.