Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 24

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 24
SKAGFIRÐINGABÓK 24 lagðist ekki að bryggju. Þá var engin bryggja til að leggjast við, svo við fórum í lítinn bát, sem færði farþegana í land. Þá var næst að hitta Guðmund Loftsson. Ég fékk einhvern til að fylgja mér til hans og bera dótið mitt. Þetta var snemma morguns og hjónin ekki komin á fætur, en þjónustustúlkan þeirra tók á móti mér og gaf mér morgunkaffi sem ég þó hafði enga lyst á því að ég var enn með sjóriðu. Þegar Guðmundur hafði klæðst og ég jafnað mig, fór hann með mér á væntanlegan dvalarstað í Lækjargötu 12. Mér varð starsýnt á þetta hús. Það var nokkuð stórt timburhús, járnklætt að utan og stóð á því með stórum stöfum: ÁGÆTT FÆÐI. Þetta hefur víst verið nokkurs konar auglýsing til að hæna að kostgangara. Frú Anna tók á móti mér, og Guðmundur sagði henni að hann ætti að borga uppihald mitt mánaðarlega. Mig minnir að það væru 35 krónur á mánuði. Svo fékk hann mér vasapeninga og sagði mér að koma ofan í banka þegar ég þyrfti pening. Frú Anna fór með mig upp á loft. Þar var stórt herbergi með fjórum rúmum. Hún sagði, að þrjár Kvennaskólastúlkur, sem hefðu verið hjá sér í fyrra, væru væntanlegar aftur. Hún hafði bætt við einu rúmi fyrir mig. Borðstofan var á neðri hæðinni og herbergi frú Önnu og dóttur hennar, sem var unglingsstúlka og hét Guðrún Ágústsdóttir, kölluð Dúna. Hún var mikill ærslabelgur og söng vel og mikið, enda seinna þekkt fyrir fallegan söng. Hún er móðir Kristins Hallssonar. Kvennaskólastúlkurnar komu fljót- lega. Þær voru allar úr Dalasýslu, tvær frá Ketilsstöðum í Hörðudal, og frænka þeirra frá Dunkárbakka. Þetta voru allt ágætis stúlkur og góðir herbergisfélagar. Svo komu kostgangarar, sem borðuðu þarna, en höfðu herbergi úti í bæ. Þetta voru allt skólapiltar úr Verzlunarskóla, Stýrimannaskóla og ég man ekki hvað. Seinastur kom Jón Árnason frá Garði í Mývatnssveit úr Menntaskóla. Hann settist við hliðina á mér við borðið, en Kvennaskólastúlkurnar sátu við hina hliðina. Jón hafði verið þarna í fæði veturinn áður og þá líka haft herbergi, en honum fannst ekki nógu mikið næði við lest- urinn, svo að hann fékk sér herbergi í Suðurgötu 20 þennan vetur. Það var gott herbergi, sem kostaði sex krónur á mánuði. Frúin þar hét Oddný. Hún var ekkja, mjög elskuleg kona og gaf honum oft kaffi, sem kom sér vel. Jón var mikill húmoristi, fluggreindur og hag- mæltur. Hann var mjög félagslyndur, sá um allt félagslíf Menntaskólans og var umsjónarmaður skólans. Hann var vel látinn af yngri nemendum, enda kunni hann vel að umgangast unglinga. Hann var vel ritfær og mikill íslenskumaður, enda ritstjóri Skólablaðsins. Það var jafnan glatt á hjalla við matarborðið og átti Jón góðan þátt í því að halda uppi fjörugum samræðum. Það skeði margt í Reykjavík þennan vetur, sem þótti umtalsvert. Svo voru dagblöðin, Morgunblaðið, og mig minnir að Vísir kæmi þá út í fyrsta sinn. Við Jón urðum fljótlega góðir vinir og sýndi hann mér sérstaka umhyggju. Ég varð 18 ára 8. desember, en hann var sex árum eldri. Umhyggja hans kom sér vel fyrir mig, því að ég var svo óheppin að fá hettusótt, sem var að ganga í Reykjavík, og seinna gulu, sem var ennþá verri veiki. Ég fárveiktist af henni og lá í rúminu illa haldin nokkuð langan tíma. Ekkert tolldi niðri í mér og þetta horfði til vandræða. Ég var að eðlisfari mjög hraust og hafði aldrei
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.