Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 28
SKAGFIRÐINGABÓK
28
tekið próf upp í Kvennaskólann og sest
í 4. bekk, fannst mér tími til kominn að
heilsa upp á Jón á Nýlendugötu 24, en ég
vildi hafa Evu með mér. Til að eiga erindi
hugkvæmdist mér að segja honum, að ég
væri mjög slök í ensku og þyrfti hjálp til að
lesa hana og ætlaði nú að vita, hvort hann
vildi lesa með mér eða okkur Evu báðum.
Jón var mjög tvíræður á svipinn og
fagnaði mér ekkert sérstaklega, en vildi þó
hjálpa okkur í enskunni. Við komum til
hans tvisvar í viku og hann las með okkur.
Þennan vetur var Tjörnin mikið notuð
sem skemmtistaður. Svellið var alltaf haft
gott. Það var ljós í hólmanum og spilað
þar, og þarna var alltaf fullt af ungu fólki
á skautum á síðkvöldum. Okkur Jóni
kom saman um að nota skautasvellið að
loknum lestri og komum við þar og hann
hjálpaði mér að binda á mig skautana.
Við renndum okkur saman með hendur í
kross, eins og þá var siður. Ég var nú öllu
jákvæðari í framkomu, og fann einnig, að
hann var sá sami og áður. Ég varð 20 ára
8. desember 1915 og þá bar hann upp
bónorðið og við vorum trúlofuð og bæði
jafn ánægð. Við fórum stundum saman í
leikhús. Þá var Stefanía Guðmundsdóttir
upp á sitt besta. Svo voru þöglu myndirnar
í bíó, og við Eva fórum stundum á þær.
Þetta var mjög skemmtilegur vetur á allan
hátt.
Nemendur fjórða bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík, 1915–1916. Valgerður er fyrir
miðju í annarri röð. Stúlkurnar eru frá vinstri talið. Aftasta röð: Snjólaug Jóhannsdóttir,
Helga Ingólfsdóttir, Steinunn Benediktsdóttir. Miðröð: Halldóra Flygenring, Ragnheiður
Jónsdóttir, Valgerður Sveinsdóttir, Ólöf Bjarnadóttir, Sigríður S. Einarsdóttir. Fremsta röð:
Eva Pálsdóttir, Ragnhildur Leví, Ragnheiður H. Ólafsdóttir, Helga Jónasdóttir, Kristín
Brynjólfsdóttir. Á myndina vantar eina stúlku sem var í bekknum, Sigurlaugu Björnsdóttur.
Einkaeign.