Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 29
ÆVIMINNINGAR
29
Þegar prófum var lokið um vorið fór ég
heim í Fell eins og áður. Ég spurði pabba,
hvort hann vildi ekki fá Jón til að sjá um
heyskapinn og stjórna fólkinu, en hann
var mjög hneigður fyrir heyskap. Pabbi
var allur við sjóinn og þótti þetta bara
gott. Pabbi borgaði Jóni vel, svo að hann
missti ekkert við að fara ekki á síld. Ég
var fyrr búin í skólanum en Jón, og við
Eva urðum samferða norður. Hún giftist
seinna Jóhanni Kröyer, verslunarmanni á
Akureyri. Þeirra einkasonur var Haraldur
Kröyer ambassador. Eva dó ung. Jón
kom seinna með hringana í vasanum og
við settum þá upp 1. júlí 1916. Þetta var
afar skemmtilegt sumar, tíðin góð, allir
ánægðir með ráðsmanninn, við heyjuðum
mikið og vorum mjög hamingjusöm.
Um haustið fór Jón suður í Lækna-
skólann, en ég réð mig kennara í Haga-
nesvík og kenndi þar þennan vetur. Jón
skrifaði á hverjum degi mikil og góð
ástarbréf og leiddist ósköpin öll. Ekkert
markvert skeði um veturinn. Jón kom
heim í Fell um vorið og við giftum okkur.
1. júní 1917. Séra Pálmi Þóroddsson
gaf okkur saman í kirkjunni í Felli, en
þar hafði hann bæði skírt mig og fermt
og átti eftir að skíra tvö börn mín. Eftir
hjónavígsluna var veisla.
Við Jón fórum í brúðkaupsferð upp
í Mývantssveit á æskustöðvar hans, en
hann langaði þangað, hafði ekki komið
þar æði lengi. Þessi ferð var mjög marg-
brotin og skemmtileg og margs að minn-
ast úr henni. Fyrst fórum við með flóa-
bát til Akureyrar og síðan fór skólabróðir
Jóns með okkur á hestum að Hálsi í
Fnjóskadal. Séra Ásmundur Gíslason var
þá prestur þar. Þangað vorum við sótt úr
Systkinin frá Garði í Mývatnssveit: Halldór (1898–1979), Arnþór (1904–1983), Ásrún
(1884–1966), Jón (1889–1944), Þura (1891–1963) og Björgvin (1894–1974).
Einkaeign.