Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 31
ÆVIMINNINGAR
31
haustið. Okkur stjúpu minni kom vel
saman, og hún var mér alltaf góð, svo ég
átti henni mikið að þakka. Ég mátti alltaf
vera heima í Felli, þegar ég vildi, og kom
það sér vel að eiga góðan samastað meðan
Jón var í námi.
Sigurður Jónsson í Ystafelli var nú
orðinn ráðherra og bjó í Ráðherra-
bústaðnum við Tjörnina, en hann var
frændi Jóns og þetta var mikið vinafólk
Garðfólks. Börn Sigurðar á sama reki og
Jón voru líka í skóla í Reykjavík. Þau voru
vinir hans auk frændseminnar. Jón fékk
nú að vera hjá þeim í fæði um veturinn, en
leigði herbergi hjá Lárusi H. Bjarnasyni,
sem bjó skammt frá Ráðherrabústaðnum.
Þetta gat því ekki betra verið fyrir Jón,
enda kom það sér vel seinna, því að þetta
Á hlaðinu í Garði í Mývatnssveit um 1932. Heimilisfólk og gestir hafa stillt sér upp fyrir
myndatöku. Lengst til vinstri er Tryggvi Björnsson (1872–1953) sem hafði auknefnið
,,tindur“. Fæddur í Hrauney á Neslandatanga og var á bæjum í Mývatnssveit á árunum 1927–
1945, hálfgerður förumaður og síðast niðursetningur, að hann fór blindur orðinn á elliheimilið
í Skjaldarvík. Næsti maður er óþekktur ferðamaður og sker sig talsvert frá sveitafólkinu. Næst
er Þura Árnadóttir (1891–1963) í Garði sem heldur á Valgerði heimasætu Halldórsdóttur
(1929–2000). Karlarnir tveir eru óþekktir en í miðju, með gleraugu, er Guðbjörg Stefánsdóttir
í Garði (1863–1937), móðir Jóns. Óvíst er um nafn mannsins í hvítu peysunni, en við hlið
hans er Sigríður Jónsdóttir (1906–1997) frá Vatnsleysu í Skagafirði, Kristvinssonar. Hún
heldur á dóttur sinni Önnu Guðnýju Halldórsdóttur (1930–2000). Aftan við hana sér á hálft
andlit Halldórs Árnasonar (1898–1979), manns Sigríðar, en þau bjuggu lengi í Garði. Stóri
maðurinn lengst til hægri en óþekktur en drengurinn fremst í hópnum er Sigurður Björgvinsson
(1924–2005) í Garði.
Eigandi myndar: Sigríður Þorgrímsdóttir.