Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 33
ÆVIMINNINGAR
33
hans og sagði við hann: „Heldurðu ekki
að það væri ráð, að þú læsir undir annan
bekk í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
takir próf þar í vor? Það er alltaf gott að
vera gagnfræðingur, þó að þú veljir svo
búskapinn.“
„Er hægt að kosta mig þar?“ spurði Jón.
„Jú, vinur, ég á nóga peninga til þess,
þú veist þá betur, hvort þú vilt búa eða
fara í framhaldsnám.“
Jón varð glaður við þetta, því að
hann langaði til að læra. Hann fór um
vorið og tók próf upp í annan bekk
Gagnfræðaskólans á Akureyri og fékk
inngöngu í hann. Var síðan tvo vetur
til viðbótar og tók gagnfræðapróf 1912
og þar með fékk hann réttindi til að
halda áfram og fara í Menntaskólann í
Reykjavík. Sigurður fóstri Jóns, var vel
greindur maður og vildi allt í sölurnar
leggja fyrir fósturson sinn. Þeirra samband
var með ágætum. Þar var gagnkvæm
vinátta og traust.
Jón tók þann kostinn að fara suður í
Menntaskólann og lauk þar stúdentsprófi
1915. Þetta var áður en ég kynntist
honum, þó að ég skjóti því inn hér. Jón
var mikill íslenskumaður og langaði
í norrænu, en það var ekki ráðlegt
eins og á stóð, svo hann innritaðist í
Geirastaðir í Mývatnssveit árið 1908. Þá var tvíbýli á Geirastöðum. Bændur voru: Sigurður
Sigurjónsson og Helga Stefánsdóttir á öðru búi með nokkrum börnum sínum, en á hinu
Sigurður Guðmundsson og Anna Jónsdóttir með fósturson sinn, Jón Árnason. Hér er bóndi,
Sigurður Sigurjónsson, kominn heim í hlað úr kaupstaðnum með áburðarhest og má sjá bundið
á hann ferðakoffort og kerald ofan í milli. Ekki er fullvíst hverjir eru við bæjarþilið en sé gengið
út frá að þetta sé heimafólk er ekki öðrum til að dreifa en Önnu fóstru Jóns sem stendur við
dyrastaf og heldur í hönd Bjargar Sigurðardóttur, f. 1903, en yngri konan Helga Stefánsdóttir
húsfreyja haldi á syni sínum, Ólafi Hallgrími Sigurðssyni, sem fæddist 5. janúar 1908.
Ljósm.: Bárður Sigurðsson. Eigandi myndar: Minjasafnið á Akureyri.