Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 37
ÆVIMINNINGAR
37
frá Snartarstöðum, og fannst mér það
nokkurs konar hjáleiga frá því heimili.
Það var ákaflega gott að búa í nábýli
við Snartarstaðaheimilið. Þar var sér-
stakt gestrisnisheimili. Húsmóðirin,
Guðný Guðnadóttir, og maður hennar,
Ingimundur Sigurðsson, voru samvalin í
að vera veitandi. Þau höfðu stórt fjárbú og
auk þess selveiði á vorin. Þá voru veiddir
kópar í stórum stíl. Kópaskinn voru í háu
verði, en kjötið gefið þeim, sem vildu. Við
höfðum mest samband við þetta heimili
og börnin léku sér þar eins og þau ættu
þar heima. Aldrei var stuggað við þeim, á
hverju sem gekk, en þau voru tápmikil og
ærslafengin.
Næst Snartarstöðum kom annað
býli, Garður. Það var líka efnaheimili og
túnin lágu saman. Þá kom Brekka, ör-
skammt frá Garði. Þar var símstöð. Allt
voru þetta efnaðir fjárbændur. Þarna var
enginn sjávarútvegur og fiskur keyptur frá
Húsavík og Raufarhöfn.
Fyrsta íbúðarhúsið á Kópaskeri, Bakka,
hafði Árni Ingimundarson reist, en hann
var bróðir bændanna í Garði og Brekku.
Þessir þrír bræður voru hver öðrum
duglegri og vinsælli og komu mikið við
sögu á þessum slóðum. Árni á Bakka var
starfsmaður kaupfélagsins. Hann hafði
mótorbát, sem flutti vörur úr skipunum,
því að ekki var hægt að leggjast þarna
við bryggju. Árni var svo fjölhæfur og
greiðasamur að manni fannst hann geta
leyst úr hvers manns vanda og öllum þótti
vænt um hann.
Seinna, eftir að við komum á Kópa-
sker, var byggt skólahús, það var heima-
vistarskóli og unglingaskóli, myndar-
legt hús. Einnig var reist kirkja rétt hjá
skólahúsinu. Þessar byggingar voru í
túninu á Snartarstöðum og mynduðu
ásamt Ási, Garði, Brekku og Snartar-
stöðum einskonar sveitarþorp fyrir ofan
malarröndina, sem Kópasker stóð á.
Segja má, að samkomulagið í þessu þorpi
Læknisbústaðurinn Ás í Núpasveit um 1934. Í fjarska sér til Snartarstaðabæjanna, kirkjunnar
og skólahússins. Fjögur yngstu börn læknishjónanna standa í forgrunni myndar. Frá vinstri
talið: Sveinn, Árni, Jódís, Sigurður.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.