Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 39

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 39
ÆVIMINNINGAR 39 sem var bara lítil íbúð, en nú var þetta heilt hús. Þrjár stofur niðri auk forstofu, eldhús og búr. Uppi var kvistur rúmgóður, sem notaður var sem hjónaherbergi og fjögur minni svefnherbergi. Einu almennilegu húsgögnin, sem við áttum, var hjóna- rúm útskorið eftir Stefán Eiríksson myndskera, mesta kjörgrip. Ég átti eftir að liggja margar sængurlegur í því rúmi. Jón var mjög barngóður og vildi sjálfur eiga mörg börn, sem hann fékk, en ég var nú ekki eins ánægð með það. Þegar lyfin komu, lögðust til nógir kassar. Þegar búið var að klæða þá með allavega rósóttu lérefti, voru þetta snotrustu húsgögn. Börnin fengu að leika sér óþvingað bæði úti og inni. Ásinn var tilvalinn leikvöllur fyrir börn. Þá var að koma meðulunum fyrir. Sú kvöð fylgdi héraðinu, að læknirinn þurfti að reka apótek fyrir eigin reikning. Þetta hafði mikinn kostnað í för með sér í byrjun, og eins og læknisáhöldin voru þessi lyf fengin að láni á ábyrgð Péturs Halldórssonar. Ein stofan niðri var gerð að apóteki, skrifstofu og læknisstofu. Við settum þar upp hillur, alveg upp í loft, og í þær var raðað glösum og krukkum. Á borði var vog, mjög nákvæm, og þar var allt mælt og vegið. Við fengum strax síma, og það var eina sambandið við umheiminn. Í fyrstu fannst mér ég vera þarna eins og á eyðimörk, ég sá aldrei það fólk, sem ég hafði glaðst með bæði í æsku og skólum. Það sóttu oft að mér mikil leiðindi, sem mér þóttu lítt bærileg. Þá kom sér vel uppeldi mitt, sem var fyrst og fremst að gefast ekki upp, á hverju sem gengi. Við Anna fóstra Jóns vorum þarna í svipaðri aðstöðu. Hún hafði allan sinn aldur verið í Mývatnssveit. Þar var engin lærð ljósmóðir, en Anna tók á móti þeim börnum, sem þar fæddust. Hún var kjarkmikil og hreinlát, og henni tókst þetta með ágætum. Það voru því mikil umskipti fyrir hana að koma í þetta pláss, þar sem hún þekkti engan, og veit ég að hún hefur oft saknað vina sinna. Auk þess var hún búin að missa sinn ágæta mann, þegar hún kom til okkar. Börnin voru því hennar eina ánægja og svo Jón, sem var henni góður og nærgætinn. Jón var mikið í löngum ferðalögum. Í Öxarfjarðarhéraði voru fimm sveitir, Hólsfjöll, Kelduhverfi, Öxarfjörður, Núpasveit og Melrakkaslétta, þar með talin Raufarhöfn. Héraðið var því stórt, en ekki illt yfirferðar að því leyti, að hvorki tálmuðu há fjöll né illfær vatnsföll. En veður voru oft hörð á vetrum þarna rétt við heimskautsbauginn, og norðaustan stórhríðin lítt girnileg fyrir ríðandi menn eða fótgangandi, en þá þekktust ekki önnur farartæki. Jón var 31 árs gamall, þegar hann kom til Kópaskers. Hann var þá mjög vel á sig kominn líkamlega, enda hafði hann stundað líkamsrækt á námsárunum, bæði leikfimi og sund. Það kom sér líka vel. Hann varð að vera tilbúinn alla 24 tíma Úr stássstofu Valgerðar og Jóns læknis í Ási. Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.