Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
40
sólarhringsins að sinna kalli sjúklinga
sinna. Hann átti ekki frí einn einasta
dag, og allan þann tíma, sem hann var
læknir í héraðinu, fékk hann aldrei
sumarfrí. Hann var að vísu í gistivist á
Landspítalanum í þrjá mánuði árið 1936,
en þá fékk hann annan lækni, Snorra
Ólafsson, til að gegna læknisstörfum fyrir
sig. Annars var aldrei hægt að fá lækna til
að hlaupa í skarðið, ef læknir vildi hvíla
sig. Ferðirnar tóku langan tíma. Hann
kom stundum ekki heim úr þeim svo
dögum skipti, oft örþreyttur maður, enda
fór það svo, að þetta hérað varð honum að
aldurtila aðeins 54 ára gömlum.
Björg systir mín kom til okkar um
haustið. Hún undi ekki hag sínum í
Felli eftir að ég fluttist þaðan alfarin.
Meðan hún dvaldist hjá okkur var hún
ljósmóðir í sveitinni, því að þá var þar
ljósmóðurlaust. Hún tók á móti nokkrum
börnum, þar á meðal Barða Friðrikssyni,
sem nú er lögfræðingur og starfar hjá
Vinnuveitendasambandi Íslands. Móðir
Barða, Guðrún í Efri-Hólum, var ljós-
móðir og Barði var hennar tíunda barn
og síðasta. Efri-Hóla heimilið var sérstakt
heimili. Þar ríkti framsýni og dugnaður
og reglusemi. Þau hjón, Guðrún Hall-
dórsdóttir og Friðrik Sæmundsson, voru
mjög samhent og höfðu gott lag á að
gera garðinn frægan. Það lífgaði upp á
heimilið, þegar Björg kom. Mér fannst
það bæta nokkuð úr leiðindunum. Þá
kom bréf frá Sigrúnu frænku okkar í
Glasgow og hún bauð Björgu til sín til
frekara náms. Björg fór til hennar og lærði
hjúkrun eins og áður sagði.
Nú fór að fjölga hjá okkur, börnin
fæddust annað hvert ár. Fyrst stúlka 4.
janúar 1924. Hún var skírð Björg, en dó
tveggja ára gömul úr mænuveiki, sem þá
Valgerður í Ási með börn sín árið 1934. Frá vinstri talið: Árni, f. 1929, Jórunn, f. 1920, Jódís,
f. 1927, Sveinn, f. 1931, Sigurður, f. 1925, Anna, f. 1918.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.