Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 42
SKAGFIRÐINGABÓK
42
var hennar uppáhaldsiðja. Seinustu fimm
árin var hún að mestu rúmliggjandi, hafði
þá fengið snert af slagi. Hún andaðist árið
1933, 81 árs að aldri.
Það var mikið að gera á barnmörgu
heimili í þá daga. Í húsinu var kolaelda-
vél og kolaofnar fyrst, en seinna kom
miðstöð út frá eldavélinni. Olíulampar
voru í hverju herbergi, sem þurfti að fægja
vikulega, þvottar miklir, sem þvegnir voru
í kjallara. Þar var þvottapottur til að sjóða
í. Mörg rúm að búa um á hverjum degi.
Þrjú yngstu börnin voru í kvistinum
hjá okkur. Þau vöktu hvert annað á
næturnar og mér fannst ég aldrei geta
sofið væran blund öll þau ár, sem ég stóð
í barneignum. Ég annaðist þau alltaf sjálf
á næturnar, en svo tóku stúlkurnar við á
morgnana, komu þeim á fætur og gáfu
þeim að borða. Það kom sér vel að geta
látið þau út. Þarna var engin hætta, og þau
byggðu sér hús, vegi og allt það, sem eldra
fólkið hafðist að, gerðu þau í Ásnum. Rétt
fyrir neðan húsið var tjörn, sem pabbi
þeirra kenndi þeim að synda í, þegar þau
höfðu aldur til. Svo fóru þau í sólbað í
lautunum. Þetta var sérlega hentugur
staður fyrir barnafólk. Börnunum kom
vel saman. Þau voru látin sjálfráð með
sína leiki og aldrei rexað í þeim. Jón var
afar umhyggjusamur heimilisfaðir og lék
sér við börnin, enda hafði hann mikla
ánægju af þeim.
Jón fór fljótlega að rækta þarna tún.
Hann fékk mann til að rista ofan af og
undirbúa. Þá voru einungis notuð hand-
verkfæri til þess. Við fengum fljótlega
eina kú, en áður fengum við mjólk á
Snartarstöðum. Með tímanum varð þetta
tún svo stórt, að það fóðraði tvær kýr, en
eftir að börnunum fjölgaði veitti ekki af
mikilli mjólk. Það fóðraði líka hest, því að
skömmu eftir að Jón kom í Ás keypti hann
sér hest og kom upp yfir hann húsi á eigin
kostnað. Lögum samkvæmt átti að sækja
lækni á hestum og leggja til fylgdarmann.
Jón kynntist fljótt héraðinu og taldi sig
ekki þurfa fylgdarmann. Hestar héraðsbúa
voru líka misgóðir. Hann keypti sér því
gæðing mikinn, sem kallaður var Læknis-
Rauður. Þessi hestur hafði mikið vit, og
svo mikill vinskapur myndaðist með
honum og húsbónda hans, að sjaldgæft
var. Jón hirti hann sjálfur og gaf honum
gott fóður. Hann ferðast mikið á Rauð.
Þetta var mikið hagræði fyrir héraðsbúa,
en mér fannst of áhættusamt, að hann
væri einn í svo löngum ferðum fjarri
mannabyggðum, í hvaða veðri sem var.
En þetta blessaðist þó. Enginn mátti
koma á bak Rauði nema Jón. Rauður var
Jón Árnason læknir á reiðhesti sínum.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.