Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 45
ÆVIMINNINGAR
45
sem var dálítið skrýtin, „að hann kynni
svo vel á kvenfólk“. Með síðustu verkum
hans sem fæðingarlæknis var, að hann sat
yfir konu, sem alltaf gekk illa að fæða. Það
var fyrirsæt fylgja og leit mjög illa út með
hana. Hann var hjá henni í heila viku og
tókst að bjarga henni. Hún fæddi dreng,
sem skírður var í höfuðið á Jóni. Jón var
búinn að vara við þessu og vildi ekki að
hún ætti fleiri börn. Nú, þegar fæðingin
tókst með naumindum, vildi hann að
hún færi suður og léti gera sig ófrjóa,
en þá þurfti að fá leyfi til þess. Þessu var
ekki sinnt, og konan dó af barnsförum
tveimur árum seinna. Þá var Jón dáinn og
ekki unnt að bjarga henni. Þetta var áður
en pillan kom.
Einn ókosturinn við að vera héraðs-
læknir á þessum árum var sá, að þeir
voru einir í starfi sínu og höfðu engan
til að ráðgast við, hversu alvarleg sem
veikindin voru. Þó man ég ekki til, að Jón
kallaði til annan lækni nema einu sinni.
Á Raufarhöfn bjuggu mikil heiðurshjón
og vinafólk okkar Jóns, Sveinn Einarsson
kaupmaður og kona hans Guðrún
Pétursdóttir Guðjohnsen. Þau áttu son,
Pétur að nafni. Hann var einkasonur þeirra
og augasteinn. Pétur var afar efnilegur og
mikill tónlistarmaður. Síðla sumars árið
1929 var Jón á ferð á Raufarhöfn og hafði
lokið erindum sínum. Hann kom þá við
í „Búðinni“, en svo var heimili þeirra
Sveins og Guðrúnar nefnt, til að heilsa
upp á þessa vini sína. Þá kom Pétur inn
og bað hann að taka úr sér tönn, því að
hann hefði mikla tannpínu. Jón var alltaf
með öll áhöld með sér, og sagði að ekkert
væri sjálfsagðara. Pétur skrapp síðan
út, en kom aftur og sagðist vera hættur
Fólkið í læknisbústaðinum Ási um 1927. Frá vinstri: Jórunn, Valgerður, Anna, óþekkt kona,
Jón læknir, sjúklingur Tryggvi Helgason bóndi í Hólsseli á Hólsfjöllum, Anna Jónsdóttir,
fóstra Jóns, með Sigurð Jónsson og vinnukonan Sigríður Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Skagafirði.
Sigríður varð síðar kona Halldórs Árnasonar, bróður Jóns, og húsfreyja í Garði í Mývatnssveit.
Einkaeign.