Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
46
við að láta taka tönnina.
Hann hefði fengið meðal
við tannverk hjá norskum
skipstjóra, sem hann hitti.
Jón gat ekki neytt hann
undir töngina og fór heim.
Nokkrum dögum síðar var
hann kallaður til Péturs.
Kinnin hafði bólgnað
upp, og þegar Jón kom, sá
hann strax, að blóðeitrun
hafði myndast út frá tönn-
inni. Þetta var áður en
súlfalyfin komu, svo að
blóðeitrun var sama og
dauðadómur. Þá hringdi
hann í skólabróður sinn og
vin, Eggert Einarsson, sem
þá var læknir á Þórshöfn á
Langanesi. Eggert kom, en
gat heldur ekkert að gert.
En þeir sátu saman yfir
piltinum þar til yfir lauk. Ég
man glöggt, þegar Jón kom
heim úr þessari ferð. Hann
kom ríðandi „Stíginn“, en
það var reiðvegur á milli
Kópaskers og Raufarhafnar,
bugaður maður. Þetta var á
afmælisdaginn hans þegar
hann varð 40 ára.
Á þessum árum var
samvinnuhreyfingin alls
ráðandi í Þingeyjarsýslum,
Kópasker á árunum 1940–1942. Kantur nýju bryggjunnar í forgrunni en gamla bryggjan fjær
neðan undir kaupfélagshúsunum. Bátar í fjörukambi. Lengst til vinstri sér á Gömlu búðina
en síðan Kaupfélagshúsið með viðbyggðu pakkhúsi. Þessi síðasttöldu hús brunnu 10. október
1943 en Gömlu búðinni tókst að bjarga. Sláturhúsið frá 1912 er sem næst á miðri mynd, en
milli Búðarinnar og Kaupfélagshússins sér á yngra Sláturhúsið, byggt 1928. Hægra megin er
elsta íbúðarhús á Kópaskeri, Bakki. Þar bjuggu Ástfríður Árnadóttir og Árni Ingimundarson
sem var lengi starfsmaður Kaupfélagsins. Háa húsið er Melar, byggt 1930 af Jóni syni Árna á
Bakka en lengst til hægri er Aðalsteinshús, gömul kaupmannsbúð og verslunarhús.
Ljósm.: Kristveig Björnsdóttir.
Pétur Sveinsson frá
Raufarhöfn.
Eigandi myndar:
Kristveig Björnsdóttir.