Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 47
ÆVIMINNINGAR
47
enda stóð vagga hennar þar. Jón var ekki í
Kaupfélaginu og ekki framsóknarmaður.
Hann var yfirlýstur sjálfstæðismaður.
Slíkir menn voru ekki vel séðir um
þessar mundir á þessum slóðum, þar
sem Tíminn var biblían og Jónas frá
Hriflu átrúnaðargoð eftir að hann varð
valdamestur á sínum tíma. Jón var
ekki hrifinn af valdabrölti Jónasar, og
urðu þarna nokkur átök milli hans og
Jónasardýrkenda. Jón var mjög sjálfstæður
í hugsun og lét ekki aðra ráða, hvar hann
var í pólitíkinni, enda reyndi hann aldrei
að blanda sér í annarra mann ákvarðanir
í þeim efnum eða öðrum. Pólitíkin var
hörð hér á landi á þessum árum og svo
persónuleg og rætin, að stundum endaði
það í algeru siðleysi. Heimili okkar fór
ekki varhluta af því fremur en aðrir, sem
drógust inn í rás viðburðanna. Þetta kom
illa við Jón, því að hann var hreinskiptinn
maður og gat ekki liðið lygi, róg og fals.
Þótt Jón væri ekki í Kaupfélaginu,
studdi hann það með því að geyma þar fé
sitt, ekki aðeins þær greiðslur, sem hann
fékk fyrir læknishjálp og lyf í héraðinu,
heldur einnig hluta af föstu laununum,
sem hann fékk greidd af ríkinu. Það
Önnur mynd af Kópaskeri frá árunum 1940–1942. Lengst í fjarska til vinstri er húsið Steinnes,
byggt 1930, en tvílyfta húsið með valmaþakinu er Útskálar, íbúðarhús Björns kaupfélagsstjóra
sem byggt var 1934. Milli þeirra sér á hlöðu og hægra megin við Útskála eru tvær samstæðar hlöður
sem Björn átti. Í miðri mynd er Kaupfélagshúsið gamla með pakkhúsinu en á bak við það og til
hliðar sér á þak Búðarinnar. Sláturhúsið gamla gengur lengst fram að sjónum en á bak við það
sér á stafn Vélahússins. Sjónarvotti er í minni bruni Kaupfélagshússins 10. október 1943 þegar
Jón læknir sat klofvega fremst á mæni Vélahússins, tók á móti vatnsfötum og skvetti úr án afláts.
Líklegt er að lungu Jóns læknis hafi þá beðið skaða af reyknum. Nákvæmlega þremur mánuðum
eftir brunann lést hann úr lungnabólgu 10. janúar 1944.
Hæst ber húsið Mela en Aðalsteinshús er næst á mynd. Sér á langhlið Bakkahússins bak við
Mela. Tvær bryggjur liggja fram úr fjörunni, sú gamla nær en sú yngri fjær.
Ljósm.: Kristveig Björnsdóttir.