Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 49

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 49
ÆVIMINNINGAR 49 að honum hefði verið sagt á „Skerinu“, að hann gæti sjálfur innleyst þessa skó. Hann fór síðan niður í apótek og skrifaði kaupfélagsstjóranum bréf, þar sem hann krafðist þess að fá alla inneign sína hjá félaginu greidda út. Nú vildi svo til, að á þessum árum eða áratugnum 1924–1933, var í engu héraði í þessu landi hraðari uppbygging en á félagssvæði Kaupfélags Norður- Þingeyinga, þrátt fyrir að verð á afurð- um bænda hafði farið lækkandi. Kaup- félagsmenn höfðu komist að þeirri niðurstöðu, að kyrrstaða væri sama og hnignun. Þeir létu því af hendi, sam- kvæmt óskum, byggingarefni til sérhvers félagsmanns, sem taldi sig þurfa að byggja yfir sig og sína, hvað sem horfum leið um greiðslumöguleika. Á þessum árum fjórfölduðust verslunarskuldir viðskipta- manna Kaupfélagsins og þar ofan á bætt- ust bankaskuldir. En framkvæmdir voru miklar. Í árslok 1933 var búið að byggja eða stofna til bygginga í héraðinu á meira en 40 steinsteyptum íbúðarhúsum, að mestu leyti búið að slétta gömlu túnin og rækta ný tún, víðast búið að girða tún og engi, fjölga búpeningi stórlega og víða búið að byggja vönduð peningshús. Jón hafði ótrú á skuldum eins og áður sagði og hefur vafalaust fundist nokkuð djarft siglt hjá þeim kaupfélagsmönnum. Hann hefur því ekkert haft á móti því að minna þá á, hver væri að ráðskast með peninga hvers. Björn Kristjánsson brá hart við, þegar hann fékk bréfið, og kom á fund Jóns. Þeir settust út á tún á sína þúfuna hvor og ræddu málin. Þetta voru ólíkir menn, en báðir stórir í sniðum. Jón var hár og grannholda, hann var hreinskiptinn, en stífur og sagði það, sem honum bjó í brjósti. Björn var feitlaginn, hann var hlé- drægur maður, en hörkuduglegur stjórn- andi, mjúkur í viðskiptum sínum við fólk og lipur samningamaður. Þrátt fyrir skoðanamismun virti Jón hann mikils. Björn sagði Jóni, að ef hann tæki innstæður sínar út færi Kaupfélagið á hausinn og mun það hafa verið mála sannast, eins og þá var ástatt. Jón dró til baka kröfu sína um að fá greidda innstæðuna, en vildi fá skóna greidda og það var gert. Seinni ágreiningurinn kom upp árið 1933. Þá var kreppan í algleymingi. Verðfall á afurðum bænda varð svo mikið, að efnahagur þeirra komst á vonlaust stig. Fjöldi þeirra átti naumast fyrir skuldum og sumir minna en það. Þegar svo er ástatt, reynir hver að bjarga sjálfum sér, enda fór það svo, að Kaupfélagið treysti sér ekki lengur til að veita þá samhjálp, sem áður tíðkaðist, þ.e. að taka á sig þá tvo þriðju skulda fátækra, sem áður var sagt frá. Í héraðinu var svo mikill skortur á peningum, að telja mátti til undantekninga, ef nokkur gat greitt í þeirri mynt. Héraðsbúum var því nauðugur einn kostur að greiða gegnum Kaupfélagið. Nú veiktist fátækt fólk ekki síður en aðrir, en Kaupfélagið neitaði að greiða fyrir það. Fyrir Jón var þetta vandamál, sem erfitt var að leysa. Átti hann einn að taka á sig þessar byrðar og gefa öllum fátækum lyf og læknishjálp eða leita til þeirra aðila, sem lögum samkvæmt áttu að annast þessar greiðslur, en það voru skattgreiðendur eða sveitarsjóður? Nú var Jón skattgreiðandi og lagði þar með fram sinn skerf. Hann setti því upp eftir- farandi auglýsingu í Kaupfélagið, og var hún í samræmi við þær reglur, sem giltu í Reykjavík:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.