Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 52

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 52
SKAGFIRÐINGABÓK 52 Seinna í þessum mánuði var Sveinn sonur minn, 12 ára, í barnaskóla að renna sér á hestasleða ásamt fleiri krökkum. Einhver misskilningur kom upp á milli þeirra, sem stýrðu sleðanum svo að hann lenti á staur og Sveinn lærbrotnaði. Þá varð aftur að sækja lækni til Þórshafnar. Hann gerði að brotinu, en fór síðan heim. Enginn var til að fylgjast með brotinu, en mér fannst það ekki hafast nógu vel við og var hrædd um að eitthvað væri athugavert við það. Ég ákvað því að fara með drenginn til Reykjavíkur og koma honum á spítala. En þá fór eins og fyrri daginn, það var engin skipsferð og vond tíð. Seinast kom einhver smádallur, sem var að fara til Siglufjarðar, en þangað átti einn af Fossunum að koma á svipuðum tíma. Ég réðist því í að taka dallinn til Siglufjarðar. Smíðaður var kassi utan um drenginn, og við vorum flutt í þennan bát og komið fyrir á þilfarinu, því að kassinn komst ekki annars staðar fyrir. Breitt var yfir okkur segl til að forðast ágjöf. Báturinn kom við á Húsavík til að taka tunnufarm. Sveinn var fluttur í land í kassanum og við biðum þar meðan þilfarið var hlaðið tunnum. Síðan var kassinn með drengnum fluttur um borð og settur upp á tunnufarminn og reyrður niður. Við komumst samt klakklaust til Siglufjarðar og fórum þar um borð í Goðafoss, en kassinn komst þá hvergi fyrir nema í reykingasalnum, en ég fékk gott pláss. Við fengum ofsaveður á leiðinni suður og svo vont fyrir Horn, að kassinn með dregnum hentist út á gólf og hann úr kassanum. Allir voru sérlega góðir að bjarga þessu við, og við komumst alla leið með guðs og góðra manna hjálp. Sveinn var lagður inn á Landakotsspítala. Þar þurfti að laga brotið verulega. Það hafði ekki gróið rétt saman og fóturinn var styttri, en svo vel tókst til með þetta hjá þeim, sem fóru með hann, að hann varð jafngóður með tímanum. Þegar drengurinn var nú kominn í góðar læknishendur og systur hans hér búsettar, þá fór ég að hugsa til heimferðar og fékk pláss með strandferðaskipi, sem fór austur fyrir land, því að ís var fyrir öllu Vesturlandi, og engin skip komust þá leið. Þetta gekk allt vel þar til komið var í Þistilfjörð. Þá hafði ísinn komist þangað og skipið varð að snúa við og fara aftur til Reykjavíkur. Ég varð að bíða í Reykjavík í nokkurn tíma. Björn Kristjánsson var þá á þingi og þurfti að komast norður. Ég talaði við hann, því að ég vissi, að hann fylgdist betur með ferðum en ég, en ekki var nema um ferðir á sjó að ræða. Hann var mjög fús að láta mig vita, ef úr Sveinn Jónsson prentari. Einkaeign.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.